Fékk fyrstu þrjár Emmy-tilnefningarnar á einu bretti

Pedro Pascal er einn af þeim vinsælustu í Hollywood um …
Pedro Pascal er einn af þeim vinsælustu í Hollywood um þessar mundir. AFP/Michael Tran

Leikarinn Pedro Pascal fór á örskotsstundu úr því að vera leikari án Emmy-tilnefninga í að búa yfir þremur tilnefningum fyrir þrjú mismunandi hlutverk. Tilnefningar til Emmy-verðlaunanna voru tilkynntar í gær.

Pascal fær tilnefningu fyrir besta leik í aðalhlutverki í dramaþáttum fyrir hlutverk sitt í The Last of Us, fyrir besta gestahlutverk í gamanþáttum fyrir Saturday Night Live og fyrir bestu frásögn fyrir náttúrulífsþættina Patagonia: Life on the Edge of the World, sem framleidd var af CNN.

Emmy-verðlaun­in verða af­hent hinn 18. sept­em­ber en þó gæti yfirvofandi verkfall félaga í Screen Actors Guild haft áhrif á hátíðina. Ef leik­ar­ar verða enn í verk­falli í sept­em­ber ætla þeir að sniðganga verðlauna­hátíðina og verður henni þá seinkað. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg