Það sem þú verður að vita fyrir Óskarinn

Rauði dregillinn er ekki lengur rauður eins og hann hefur …
Rauði dregillinn er ekki lengur rauður eins og hann hefur verið síðan 1960 en hann er nú í kampavínslit. AFP

Óskarsverðlaunin verða veitt í kvöld í Los Angeles í Bandaríkjunum og fer verðlaunaafhendingin fram með pompi og prakt eins og hún hefur gert svo oft áður. Þetta er í 95. sinn sem verðlaunin eftirsóknarverðu verða veitt.

Útsending frá hátíðinni hefst á miðnætti í kvöld og eru því enn þá nokkrir klukkutímar til stefnu til þess að undirbúa sig fyrir hátíðina áður en maður tekur fram snakkið og ídýfuna fyrir næturlangt sjónvarpsgláp. Í tilefni verðlaunahátíðarinnar hefur mbl.is tekið saman lista yfir þá hluti sem mikilvægt er að vita af áður en að hátíðin hefst.

Kynnir í þriðja sinn

Í fyrsta lagi er hægt að nefna að sjónvarpsmaðurinn góðkunni Jimmy Kimmel mun vera kynnir Óskarsins í kvöld. Kimmel er enginn nýgræðingur þegar það kemur að því að vera kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni en þetta verður í þriðja skipti sem hann fær þann heiður.

Kimmel mun eflaust vonast til þess að kvöldið í kvöld verði viðburðarminna en þegar hann var kynnir árið 2017 en þá leystist hátíðin upp í ringulreið undir lok athafnarinnar þegar  röng mynd var tilkynnt sem besta myndin. Þá var upprunalega tilkynnt að myndin La La Land hafi borið sigur úr býtum og allt teymi myndarinnar kallað upp á svið áður en í ljós kom að myndin Moonlight hafi í raun unnið verðlaunin eftirsóknarverðu. 

Rauði dregillinn ekki rauður

Þá hefur það vakið athygli að hinn táknræni rauði dregill sem gestir á hátíðinni ganga áður en að hátíðin hefst hefur skipt um lit. Rauði dregillinn er ekki lengur rauður eins og hann hefur verið síðan árið 1960 en hann er nú í kampavínslit (e. champagne colored). 

Samkvæmt tímaritinu The Hollywood Reporter var breytingin á rauða dreglinum gerð til þess að skipuleggjendur gætu skipt óaðfinnanlega frá komu gesta á dagtíma yfir í glæsilega kvöldumgjörð. 

Vonast eftir engu ofbeldi

Núna er ár liðið frá því að eitt umdeildasta og frægasta atvik Óskarsins átti sér stað en það var þegar Will Smith gekk upp á svið og löðrungaði grínistann Chris Rock eftir að hann hafði gert grín að Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will Smith.

Kimmel spaugaði með atvikið fræga á miðvikudaginn þegar nýi dregillinn var opinberaður og sagðist vona að það yrði ekkert ofbeldi á hátíðinni í kvöld. 

„Ef það verður ofbeldi á hátíðinni þá held ég að sú ákvörðun að breyta lit dregilsins sýni hversu viss við erum um að það verði engu blóði úthellt í kvöld.“

Íslendingur tilnefndur

Þá getur oft verið gott að renna yfir lista yfir þá sem eru tilnefndir til verðlauna í flokkunum en það er hægt að gera í fréttinni hér fyrir neðan.

Sara Gunnarsdóttir er til dæmis tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir stuttu teiknimyndina My Year of Dicks en Sara er leikstjóri myndarinnar. Mynd­in ger­ist árið 1991 og seg­ir þar frá Pam sem er að reyna að missa mey­dóm­inn og leita að hinum eina rétta.

Erfitt er spá fyrir um hver hreppir verðlaun í kvöld en kvikmyndin Everything All at Once er talin sigurstranglegust til þess að vinna verðlaun fyrir bestu mynd. Kvikmyndin hlaut jafnframt flestar tilnefningar eða alls ellefu. 

Mun Rihanna stela senunni enn eina ferðina?

Eins og oft áður eru margir spenntir fyrir því að sjá tónlistaratriðin sem verða flutt á hátíðinni en öll lögin sem eru tilnefnd til verðlauna fyrir besta frumsamda lag í kvikmynd verða flutt.

Þar má helst nefna að Rihanna mun stíga á svið og flytja lagið sitt Lift Me Up úr kvikmyndinni Black Panther: Wakanda Forever en nákvæmlega mánuður er liðinn síðan að hún gerði allt tryllt í hálfleik Ofurskálar NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum.

Þá var tilkynnt fyrir viku síðan að Lady Gaga muni koma fram og flytja lagið Hold My Hand úr kvikmyndinni Top Gun: Maverick en áður hafði verið tilkynnt að hún myndi ekki gera það.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg