Dalvík er nú Ennis í Alaska

Dalvík hefur nú öðlast amerískan svip.
Dalvík hefur nú öðlast amerískan svip. Samsett mynd/Valgeir Ómar

Götur og hús á Dalvík hafa nú fengið nýjan svip í tilefni upptaka á sjónvarpsþáttunum True Detective. Sett hefur verið upp leikmynd sem breytir Dalvík í bæinn Ennis í Alaska í Bandaríkjunum, líkt og gert var í Keflavík seint á síðasta ári. Tökur á Dalvík hefjast senn og standa eitthvað fram í febrúar. Leikkonan Jodie Foster fer fer með aðalhlutverk í þáttunum. Þeir eru eitt af stærri kvikmyndaverkefnum sem unnin hafa verið á Íslandi.

„Á síðustu dögum hefur bærinn okkar öðlast alveg nýjan svip,“ segir Júlíus Júlíusson, íbúi á Dalvík, í samtali við Morgunblaðið. „Við Hafnarbraut, sem er aðalgatan í gegnum byggðarlagið, hafa verið settir upp ljósastraurar sem vírar eru tengdir á milli. Byggingar hafa fengið nýjan svip í ameríska stílnum eða sett er á þau bíslag. Hér í útjaðri bæjarins er komið heilt hjólhýsahverfi og fyrr í dag sá ég að á svæðið var kominn flutningavagn með gamla bíla um borð, sem væntanlega verða notaðir sem leikmunir.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Ljósmynd/Valgeir Ómar Jónsson
Ljósmynd/Valgeir Ómar Jónsson
Ljósmynd/Valgeir Ómar Jónsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg