Hildur tilnefnd til Golden Globe

Hildur Guðnadóttir hefur áður unnið Golden Globe verðlaun, þá fyrir …
Hildur Guðnadóttir hefur áður unnið Golden Globe verðlaun, þá fyrir tónlist í kvikmyndinni Jóker. AFP

Kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir er tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Women Talking. Tilnefningar til verðlaunanna voru gerðar opinberar rétt í þessu. 

Hildur, sem hlaut verðlaunin árið 2020 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jóker, er tilnefnd í flokki fyrir bestu upprunalegu kvikmyndatónlistina. Hún hlaut ekki tilnefningu fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Tár, en sú kvikmynd hlaut þrjár tilnefningar til verðlaunanna.

Women Talking er einnig tilnefnd fyrir besta handritið en það er Sarah Polley sem skrifaði handritið og leikstýrði.

Golden Globe-verðlaunin verða afhent hinn 10. janúar 2023 í Los Angeles.

Kvikmyndin The Banchees of Inisherin hlaut flestar tilnefningar til verðlaunanna í ár, alls átta. Everything Everywhere All at Once hlaut sex tilnefningar og Babylon og The Fabelmans hlutu fimm hvor. 

Átakanlegt umfjöllunarefni

Kvik­mynd­in Women Talk­ing fjall­ar um hóp kvenna sem eru ein­angraðar í trú­ar­legu sam­fé­lagi. Kon­urn­ar þurfa að taka ákvörðun um hvort þær ætli að vera áfram hluti af sam­fé­lag­inu eða að reyna að yf­ir­gefa það eft­ir að hafa verið beitt­ar grófu kyn­ferðisof­beldi. Hefur Hildur sagt í viðtölum við fjölmiðla í Bandaríkjunum að það hafi verið erfitt að skrifa tónlistina. 

„Ég varð rosa­lega reið og leið fyr­ir hönd þessarra kvenna og það sem var gert við þær lamaði mig eig­in­lega. Ég gat ekki byrjað að nálg­ast tón­list­ina því ég var svo reið. Mig langaði ekki til að semja tónlist, mig langaði að lemja ein­hvern,“ sagði Hild­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg