Hildur gæti skráð sig í sögubækurnar

Hildur Guðnadóttir gæti brotið blað í sögu Óskarsverðlaunanna.
Hildur Guðnadóttir gæti brotið blað í sögu Óskarsverðlaunanna. AFP

Kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir gæti brotið blað í sögu Óskarsverðlaunanna á næsta ári ef hún verður tilnefnd fyrir tónlistina í tveimur kvikmyndum, Tár og Women Talking. Hildur samdi tónlistina í kvikmyndunum sem þykja líklegar til þess að hljóta tilnefningu til verðlaunanna á næsta ári. 

Tár fjallar um tónskáldið og tónlistarstjórann Lydiu Tár. Klassísk tónlist er rauði þráðurinn í myndinni en til þess að geta hlotið tilnefningu í flokki upprunalegrar tónlistar þarf að minnsta kosti 60% af henni að vera samin fyrir myndina. Bandaríski miðilinn Variety hefur eftir Focus Features að Hildur hafi samið yfir 60% en það er þó í höndum akademíunnar að ákveða hvort Hildur verði tilnefnd. 

Verði Hildur tilnefnd fyrir bæði Tár og Women Talking verður hún fyrsta konan til að vera tilnefnd fyrir tvær kvikmyndir í sama flokknum. Þó Hildur verði aðeins tilnefnd fyrir aðra myndina verður hún aðeins þriðja konan til að hljóta fleiri en eina tilnefningu fyrir kvikmyndatónlist. 

Hildur vann Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker árið 2020. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg