Stjörnum prýdd útför rappara

Stjörnur á borð við Justin Bieber og Aliciu Keys munu …
Stjörnur á borð við Justin Bieber og Aliciu Keys munu koma fram í jarðaför rapparans Takeoff. Samsett mynd

Búist er við að hver stórstjarnan á fætur annarri muni stíga á svið í jarðarför rapparans Takeoff sem var skotinn til bana í Bandaríkjunum aðeins 28 ára að aldri.

Fram kemur á vef TMZ að stefnt sé að því að heiðra rapparann með minningarathöfn á föstudaginn þar sem stjörnur á borð við Justin Bieber og Aliciu Keys munu koma fram.

Takeoff var í rappsveitinni Migos sem spilaði hér á Íslandi árið 2017, en hann var skotinn til bana í Houston í Texas. Skotárásin átti sér stað í keiluhöll í borginni en Takeoff var úrskurðaður látinn á staðnum. 

Miðarnir seldust upp samstundis

Bieber vann með Migos í tveimur lögum, What You See og Looking for You. Keys var ekki í beinu samstarfi við rapparann, en hún kom fram á Donda 2-tónleikum Kanyes Wests í febrúar ásamt Migos. 

Miðar á minningarathöfnina seldust upp samstundis eftir að þeir fóru í sölu á þriðjudaginn, en íbúar Georgíu fengu ókeypis miða. Þá hefur komið fram að þeir sem mæta á minningarathöfnina muni ekki fá að taka síma sína með í athöfnina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg