Egill Ólafs leikur aðalhlutverkið í Snertingu

Egill Ólafsson mun túlka persónu Kristófers í kvikmyndinni Snertingu.
Egill Ólafsson mun túlka persónu Kristófers í kvikmyndinni Snertingu. Ljósmynd/Aðsend

Tónlistarmaðurinn og leikarinn Egill Ólafsson mun fara með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Snertingu. Kvikmyndin byggir á samnefndri skáldsögu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson en Baltasar Kormákur leikstýrir og skrifar handritið ásamt Ólafi. 

Þetta er fyrsta bók Ólafs sem verður gerð að kvikmynd, en Snerting var mest selda bókin eftir jólabókaflóðið 2020.

Egill mun fara með hlutverk Kristófers, sem er aðalpersóna bókarinnar. Stefnt er að frumsýningu seint á næsta ári. 

Snerting gerist á Íslandi, Englandi og Japan og á mismunandi tímaskeiðum og því ljóst að hér er á ferðinni ein umfangsmesta íslenska kvikmyndaframleiðsla sem sést hefur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú verða fyrir miklum þrýstingi frá samstarfsmanni þínum. Hugsanlegt er að einhver plati þig, annað hvort óviljandi eða af ráðnum huga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú verða fyrir miklum þrýstingi frá samstarfsmanni þínum. Hugsanlegt er að einhver plati þig, annað hvort óviljandi eða af ráðnum huga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir