Ósk Heard um ný réttarhöld synjað

Amber Heard fékk ekki ósk sína uppfyllta.
Amber Heard fékk ekki ósk sína uppfyllta. AFP

Leikkonan Amber Heard fékk ósk sína um að réttarhöldin í máli leikarans Johnny Depp gegn henni verði gerð ómerk ekki uppfyllta. Lögmenn Heard höfðu óskað eftir því eftir að í ljós kom að einn í kviðdómnum var ekki sá sem hann sagðist vera. 

Sex vikur eru liðnar síðan dómur féll í meiðyrðamáli Depp gegn Heard, en þar var Heard dæmd til að greiða honum 10 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur. Vann hún einn ákæruliðinn og var hann dæmdur til að greiða henni 2 milljónir bandaríkjadala. 

Í síðustu viku óskaði lögmaður Heard eftir því að réttarhöldin yrðu dæmd ómerk vegna þess að sonur mætti í stað föðurs í kviðdóminn. Um var að ræða feðga sem bera sama nafn og eru skráðir til heimilis á sama stað. Faðirinn átti að sitja í kviðdómnum en sonurinn mætti og sat öll réttarhöldin og dæmdi. 

Dómarinn Penney Azcarate sagði að þrátt fyrir það væru engar sannanir um það að réttarhöldin hafi ekki farið fram með löglegum hætti. Sá sem hafi mætt í kviðdóminn hafi uppfyllt öll skilyrði og verið samþykktur af lögmönnum sækjenda og verjenda. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg