Mistök að nota ekki rétt fornöfn

Marta Kauffman er meðhöfundur Friends ásamt David Crane.
Marta Kauffman er meðhöfundur Friends ásamt David Crane. Kevin Winter/Getty Images/AFP

Marta Kauffman, einn höfunda þáttanna Friends, viðurkennir að það hafi verið mistök hjá þeim að nota ekki rétt fornöfn þegar vísað var til foreldris persónunnar Chandler Bing í þáttunum. Foreldri hennar var trans kona í þáttunum en var iðulega vísað til hennar sem „pabba Chandlers“ og fornafnið hann notað. 

Kauffman segist nú sjá eftir því í hvaða ljósi þau sýndu persónuna sem Kathleen Turner túlkaði á skjánum. 

„Ég skildi ekki fornöfn á þessum tímapunkti. Þess vegna vísuðum við ekki til persónunnar sem hún. Það voru mistök,“ sagði Kauffman í viðtali við The Conversation á BBC. Þátturinn fer í loftið hinn 11. júlí. 

Leikkonan Kathleen Turner fór með hlutverk foreldris Chandler Bing.
Leikkonan Kathleen Turner fór með hlutverk foreldris Chandler Bing. AFP

Turner fór með hlutverk persónunnar í þremur þáttum í seríu sjö, en sú sería kom út árið 2001. Í viðtali árið 2018 sagði Turner að hún myndi ekki taka þetta hlutverk aftur að sér ef henni væri boðið það, hún vildi frekar að trans kona myndi fara með það. 

Kauffman sagði að hún myndi vinna Friends allt öðruvísi ef hún væri að vinna að þeim í dag. Í dag er hún einn höfunda Grace and Frankie á Netflix. Hún viðurkenndi einnig að leikaraliðið í Friends væri of einsleitt og að hún hafi á þeim tímapunkti ekki gert sér grein fyrir hvaða máli það skipti að sýna fólk af ólíkum uppruna á skjánum. 

„Ég gerði mér ekki grein fyrir því, og mér líður eins og ég sé vitlaus fyrir að hafa ekki vitað það. Sú gagnrýni átti rétt á sér, og það er gríðarlega erfitt að kyngja þeim bita og ég á enn erfitt með það,“ sagði Kauffman. 

Kauffman hafði áður tjáð sig um eftirsjá sína í viðtali við Los Angeles Times í síðustu viku. Þar greindi hún frá því að hún ætlaði að gefa fjórar milljónir bandaríkjadala til kennslu í Afr­íku- og afr­ísk­um-banda­rísk­um fræðum (e. African an African American studies) við Braneis háskóla í Massachusetts.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg