Segir West á hættulegri braut

Kanye West og Trevor Noah.
Kanye West og Trevor Noah. Samsett mynd

Spjallþáttastjórnandinn Trevor Noah segir það vera sorglegt að fylgjast með framferði fjöllistamannsins Kanye West á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Þetta er í annað sinn sem Noah tjáir sig um málefni West, en fyrr í vikunni ræddi hann um framgöngu hans gagnvart fyrrverandi eiginkonu hans Kim Kardashian. 

Í kjölfarið beitti West sér gegn honum og hótaði honum í athugasemd undir færslu á Instagram. Síðar var West settur í tímabundið bann á Instagram, meðal annars vegna rasískra ummæla West. 

Noah lofaði West og sagði hann hafa haft mikil áhrif á hann. „Ég hugsa öðruvísi um hvernig ég eyði peningunum mínum út af þér, ég lærði að vernda barnslegt hugmyndarflug mitt vegna þín. Fjandinn, ég brosi alltaf þegar ég spenni mig í bílbeltið vegna þín,“ sagði Noah. 

Hann sagði það virkilega sorglegt að fylgjast með West. „Mér er sama þótt þú styðjir Trump og mér er alveg sama þó þú grillir Pete. Mér er hins vegar ekki sama þegar ég sé þig á þessari hættulegu braut,“ sagði Noah.

Hann hvatti hann til þess að læra muninn á að berjast fyrir fjölskyldunni sinni og að berjast við fjölskylduna sína. „Ég hef allt of oft lesið fyrirsagnir um karlmenn sem myrða fyrrverandi eiginkonur sínar, börnin sín, og svo sjálfa sig. Ég vil ekki lesa þá fyrirsögn um þig.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg