Útilokar ekki að giftast aftur

Parið Ben Affleck og Jennifer Lopez. Lopez útilokar ekki að …
Parið Ben Affleck og Jennifer Lopez. Lopez útilokar ekki að ganga í hjónaband aftur. AFP

Leik- og söngkonan Jennifer Lopez útilokar ekki að ganga í hjónaband aftur en Lopez hefur verið gift þrisvar og trúlofuð tvisvar sinnum til viðbótar. Hún hefur þó ekki gefist upp á ástinni að því er fram kemur í viðtali við hana á vef Today.

„Ég veit það ekki, jú, örugglega,“ sagði Lopez þegar hún var spurð hvort hún myndi íhuga að ganga aftur í hjónaband. Lopez segist vera rómantísk og er ekki búin að gefast upp á ástinni. Hún segist enn þá trúa á ástarævintýri þar sem fólk lifir hamingjusamt til æviloka.

Lopez er í sambandi við leikarann Ben Affleck en Lopez og Affleck voru trúlofuð frá 2002 til 2004. Lopez og hafnaboltakappinn Alex Rodriguez slitu trúlofun sinni fyrr á þessu ári. 

Stjarnan var að kynna myndina Marry Me þegar hún opnaði sig um möguleika á fjórða hjónabandinu. Í myndinni leikur hún söngkonu sem hefur verið gift nokkrum sinnum, ekki ólíkt henni sjálfri. Stjarnan sér vissulega líkindin en hún segir að fólk verði að hafa húmor fyrir sjálfu sér.

„Mér líður eins og ég sé bara manneskja eins og allir aðrir. Ég á mína góðu og slæmu stundir. Ég hef gert mistök og ég er mjög stolt af þeim stað sem ég er á í dag og hver ég er sem manneskja, móðir, leikkona og listakona.“

Jennifer Lopez.
Jennifer Lopez. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg