Krúnan og The Mandalorian með flestar tilnefningar

Gillian Anderson, Olivia Colman og Emma Corrin eru allar tilnefndar …
Gillian Anderson, Olivia Colman og Emma Corrin eru allar tilnefndar til Emmy-verðlauna. Samsett mynd

Netflix-þættirnir The Crown, eða Krúnan á íslensku, og Disney+ þættirnir The Mandalorian hlutu flestar tilnefningar til 73. Emmy-verðlaunanna. Hvor þáttaröðin um sig hlaut 24 tilnefningar. Tilnefningarnar voru opinberaðar í dag, þriðjudag. 

WandaVision frá Disney+ hlaut 23 tilnefningar. Tilnefnt er í 26 mismunandi flokkum. Verðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles hinn 19. september næstkomandi. 

Bæði Olivia Colman sem túlkar Elísabetu II Bretadrottningu í The Crown og Emma Corrin sem fer með hlutverk Díönu prinsessu í þáttunum hlutu tilnefningu í flokki aðalleikkonu í dramaseríu. Auk þeirra eru Uzo Abuda, Elisabeth Moss, Mj Rodriguez og Jurnee Smollett tilnefndar í flokknum. Leikkonan Gillian Anderson, sem fer með hlutverk Margaret Thatcher í The Crown, er tilnefnd í flokki leikkonu í aukahlutverki í dramaseríu.

Josh O'Connor sem fer með hlutverk Karls Bretaprins í The Crown er tilnefndur í flokki aðalleikara auk Sterlings K. Browns, Jonathans Majors, Regé-Jeans Page, Billys Porters og Matthews Rhys. 

Lista yfir allar tilnefningar til verðlaunanna má sjá hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg