Heimsókn til fyrrverandi vekur spurningar

Angelina Jolie heimsótti fyrrverandi eiginmann sinn í New York.
Angelina Jolie heimsótti fyrrverandi eiginmann sinn í New York. AFP

Hollywoodstjarnan Angelina Jolie er talin vera að slá sér upp með fyrrverandi eiginmanni sínum, breska leikaranum Jonny Lee Miller. Það vakti að minnsta kosti athygli þegar Jolie sást heimsækja byggingu sem Miller býr í á föstudagskvöldið í New York. 

Miller býr í fjölbýlishúsi í Dumbo-hverfinu í New York. Jolie sást fara inn í húsið án lífvarða á föstudagskvöldið að því er fram kemur á vef Page Six. Jolie var með Louis Vuitton-tösku og dýra vínflösku frá Peter Michael Wine. Þremur klukkutímum seinna eða um hálfellefu um kvöldið sást Jolie yfirgefa heimili Millers. Hinn 48 ára gamli leikari sást úti að hlaupa um sama hverfi daginn eftir. 

Miller og Jolie eiga langa sögu en þau kynntust í tökum á myndinni Hackers árið 1995. Þau féllu hvort fyrir öðru og gengu í hjónaband í mars árið 1996 en þá var Jolie aðeins tvítug. Þau hættu saman í september ári síðar en gengu ekki formlega frá skilnaðinum fyrr en árið 1999. 

Jolie hefur greint frá því í viðtölum að hún sæi eftir skilnaðinum og skilnaðurinn væri það heimskulegasta sem hún hefði gert. „Við Jonny rifumst aldrei og særðum aldrei hvort annað. Mig langaði virkilega að vera eiginkona hans. Mig langaði að skuldbindast honum,“ sagði Jolie eitt sinn. 

Lee Miller var í tíu ár með Law & Order-leikkonunni Michele Hicks en þau hættu saman árið 2018. Síðustu ár hefur Jolie verið að ganga frá skilnaði sínum við Brad Pitt. Hvorki Miller né Jolie hafa átt í opinberum samböndum síðan þau skildu við maka sína.

Angelina Jolie er með börnum sínum í New York.
Angelina Jolie er með börnum sínum í New York. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.