Vinirnir væntanlegir á skjáinn í lok maí

Leikararnir í Friends árið 2002.
Leikararnir í Friends árið 2002. AFP

Aðdáendur hinna geysivinsælu þátta Friends hafa lengi beðið eftir yfirvofandi endurkomuþætti. Að því er segir á BBC mun þátturinn líta dagsins ljós 27. maí á streymisveitunni HBO Max.

Mikil seinkun var á útgáfudeginum vegna Covid-19 og gekk erfiðlega að ná öllum leikarahópnum saman til að taka upp þáttinn. Upphaflega átti þátturinn að koma út í maí 2020.

Allir upphaflegu leikararnir, Matt­hew Perry, Jenni­fer Anist­on, Courteney Cox, Lisa Ku­drow, Matt LeBlanc og Dav­id Schwimmer munu snúa aft­ur í þættinum. Auk þess munu leikararnir Reese Witherspoon og Tom Selleck birtast í þættinum en þau fóru með stór hlutverk í upphaflegu þáttaröðinni. Lady Gaga og Justin Bieber mun einnig bregða fyrir á skjánum.

Í frétt á vef CNN eru aðdáendur þó varaðir við að um sé að ræða endurkomu en ekki endurkomuþátt. Þátturinn er því ekki fyrirframskrifaður.

Fyrr í dag kom út stikla fyrir þáttinn en þar sjást leikararnir sex ganga í burt við hæga útgáfu af þemalagi þáttarins: I‘ll be there for you.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg