Konur Krúnunnar sniðgengnar

Gillian Anderson, Olivia Colman og Emma Corrin voru ekki tilnefndar …
Gillian Anderson, Olivia Colman og Emma Corrin voru ekki tilnefndar til sjónvarpsverðlauna BAFTA fyrir hlutverk sín í The Crown. Samsett mynd

Hvorki Gillian Anderson, Emma Corrin né Olivia Colman eru tilnefndar til sjónvarpsverðlauna BAFTA. Allar fóru með veigamikil hlutverk í þáttunum The Crown sem slógu í gegn á síðasta ári. Tilnefningarnar voru opinberaðar í gær en hátíðin fer fram 6. júní næstkomandi. 

The Crown var þó ekki algjörlega sniðgengin en leikararnir Josh O'Connor, sem fór með hlutverk Karls Bretaprins í þáttunum, og Tobias Menzies, sem fór með hlutverk Filippusar prins, hlutu tilnefningu. Helena Bonham Carter var einnig tilnefnd fyrir túlkun sína á Margréti prinsessu. 

Anderson fór með hlutverk Margaret Thatcher, Corrin með hlutverk Díönu prinsessu og Colman með hlutverk Elísabetar II Bretadrottningar. Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum á meðal aðdáenda leikkvennanna í kjölfarið.

Þættirnir Smalle Axe hlutu flestar tilnefningar, alls 15, og The Crown hlaut í heild 10 tilnefningar. 

Allar tilnefningar til verðlaunanna má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg