Styttist í tökur á Friends

David Schwimmer segir að það sé um mánuður í að …
David Schwimmer segir að það sé um mánuður í að tökur hefjist á Friends-endurkomu þáttunum. mbl

Leikarinn David Schwimmer segir að það styttist í tökur á nýju Friends-þáttunum sem HBO Max mun framleiða. Schwimmer sagði í viðtali við Andy Cohen á dögunum að líklega hæfust tökur innan nokkurra vikna. 

Greint var frá því í febrúar á síðasta ári að HBO Max stefndi að því að gera Friends-endurkomuþætti. Gerð þeirra hefur verið frestað ítrekað vegna kórónuveirunnar en nú segir Schwimmer að það sé loksins búið að finna út úr því hvernig sé hægt að taka þá upp á öruggan hátt. 

Schwimmer fór með hlutverk fornleifafræðingsins Ross Gellers í þáttunum en með honum verða öll þau úr upprunalegu þáttunum, Jennifer Aniston, Courteney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc og Matthew Perry. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg