Anderson hætt með kærastanum

Gillian Anderson.
Gillian Anderson. AFP

Breska leikkonan Gillian Anderson og Peter Morgan, skapari og handritshöfundur þáttanna The Crown, eru hætt saman eftir fjögurra ára samband. Leikkonan lék Margaret Thatcher í nýjustu þáttaröð Morgans.

Parið er sagt hafa hætt saman í góðu og sé vinir að því fram kemur á vef Daily Mail. Anderson sem er 52 ára og Morgan sem er 57 héldu ekki heimili saman. Þau studdu vel hvort annað og sást Morgan oft á frumsýningum X-Files-stjörnunnar. Vinnuskuldbindingar eru sagðar hafa haft áhrif á sambandið sem og fjölskyldur þeirra beggja. 

Anderson hefur verið gift tvisvar. Hún á 26 ára gamla dóttur með fyrsta eiginmanni sínum Clyde Klotz. Hún á einnig syni sem eru 14 og 12 ára með viðskiptamanninum Mark Griffiths en þau voru í sambandi til ársins 2012. 

Morgan, sem var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir handrit The Queen, á fimm börn með fyrrverandi eiginkonu sinni.

Gillian Anderson sem forsætisráðherrann Margaret Thatcher í The Crown.
Gillian Anderson sem forsætisráðherrann Margaret Thatcher í The Crown.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg