Óskar McDormand stolið

Litlu mátti muna að McDormand tapaði Óskarnum sínum.
Litlu mátti muna að McDormand tapaði Óskarnum sínum. AFP

Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið karlmann sem er grunaður um að hafa stolið Óskarsverðlaunastyttu Frances McDormand efir verðlaunahátíðina á sunnudag. Búið var að grafa nafn hennar í styttuna þegar henni var stolið. BBC greinir frá.

Hinn handtekni heitir Terry Bryant og er 47 ára gamall. Hann var sjálfur á hátíðinni, en þó ekki sem gestur, heldur starfsmaður.  Hans hlutverk var að taka við miðunum á Governor‘s Ball, sem er formlegur kvöldverður haldinn eftir verðlaunaafhendinguna.

Bryant var með Óskar McDormand í fórum sínum þegar lögreglan handtók hann, en styttunni hefur nú verið komið aftur í réttar hendur.

McDormand hlaut verðlaunin sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í myndinni Three Billboards Outside Ebbing, Missouri. En hún átti eflaust augnablik gærkvöldsins, eft­ir að hún hafði tekið við verðlaun­um fyr­ir hlut­verk sitt sem móðir sem hefn­ir nauðgun­ar og morðs dótt­ur sinn­ar. Bað hún all­ar kon­ur í saln­um sem til­nefnd­ar höfðu verið til verðlauna að standa upp, og bað svo viðstadda að líta í kring­um sig.

„Við höf­um all­ar sög­ur að segja og verk­efni sem þarf að fjár­magna,“ sagði hún við mikið lófa­klapp.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg