Morfínlyf fundust á Prince

Tónlistarmaðurinn Prince.
Tónlistarmaðurinn Prince. JEFF HAYNES

Verkjastillandi morfínlyf fundust á tónlistarmanninum Prince og á heimili hans í Minnesota. Þetta segja yfirvöld sem rannsaka andlát hans. Prince lést fyrir viku síðan og hefur meðal annars komið fram að hann hafi unnið samfleytt í um sex sólarhringa fyrir andlátið. 

Töflurnar sem fundust á Prince eru algengar sem verkjastillandi lyf, en rannsóknarteymið sem skoðar mál hans hefur óskað eftir aðstoð sérfræðinga frá lyfjastofnun Bandaríkjanna til að skoða málið nánar. Frá þessu er sagt í frétt CNN.

Fyrr í mánuðinum þurfti einkaþota tónlistarmannsins að nauðlenda vegna veikinda hans og var hann fluttur í skyndi á sjúkrahús. Þaðan var hann þó fljótt útskrifaður. Telja rannsakendur að verkjalyfin tengist því tilfelli, en dauði hans er nú rannsakaður sem hugsanleg afleiðing af of stórs skammts af lyfjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg