Norskur bloggari frelsaði geirvörtuna

Frá Freethenipple-deginum í Reykjavík í júní á síðasta ári.
Frá Freethenipple-deginum í Reykjavík í júní á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Norski bloggarinn Sophie Elise vann til tveggja verðlauna á stærstu bloggverðlaunahátíð Noregs, Vixen Blog Awards, bæði sem bloggari ársins og vinsældarverðlaun. Þegar hún tók við verðlaununum lyfti hún bolnum upp og frelsaði geirvörtuna.

Seinna um kvöldið útskýrði hún uppátækið á blogginu sínu. „Ég gerði þetta því ég er leið á hinni endalausu áherslu á líkama kvenna, bæði þeirra kvenna sem mæta á verðlaunaafhendingar og annarra kvenna í daglegu lífi sínu á vinnustöðum. Á meðan karlmenn fá að vera í friði. Alltaf er tekið fram í hverju konur eru, hvort þær séu í brjósthaldara, eins og það segi á einhvern hátt til um hvernig persóna konan er,“ skrifar Sophie Elise og bætti við:

„Ég reyndi að gera þetta stórmál [að sýna geirvörtuna] að aðeins minna hættulegu máli á afslappaðan hátt. Tókst mér það? Nei.“

Í pistli sínum á bloggsíðunni greinir hún einnig frá viðbrögðum sem hún hefur fengið við uppátækinu á samfélagsmiðlum. Mörg viðbragðanna eru afar ósmekkleg. 

Sjá frétt Verdens gang

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg