Bækurnar sem bjarga vetrinum!

Það er mikilvægt að lesa til þess að bæta íslenskuna, bæta orðaforðann en ekki síst efla ímyndunaraflið. Stundum skiptir líka bara máli að slökkva aðeins á sjónvarpinu og flýja áreitið sem fylgir fylgir skjánum. 

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, lagði áherslu á íslenskuna þegar Alþingi var sett á dögunum.

Hinn nýbakaði faðir, fjölmiðlamaðurinn Snorri Másson, sagðist sömuleiðis mikilvægt að halda íslenskunni hátt á lofti í uppeldinu í nýlegu viðtali við Morgunblaðið.  „Mér finnst mjög gam­an að tala við Theó­dór stjúp­son minn sem er fimm ára í hálf­gerðum kan­sellístíl og bulla í hon­um með flókn­um orðum eða jafn­vel orðum sem eru ekki til. Hann get­ur greint vel á milli. Sum orðin til­eink­ar hann sér eft­ir föng­um og með mis­jöfn­um ár­angri. En hann er einkar mælsk­ur og áhuga­sam­ur um tungu­málið. Mál­taka er und­ur. Og talandi um það, þá tal­ar hann eig­in­lega enga ensku sem ég er mjög ánægður með að svo komnu máli og þar held ég að YouTu­be-leysi sé lyk­ilþátt­ur. Skrýtið! YouTu­be er víst bara al­veg bannað ná­kvæm­lega þar sem við búum í Vest­ur­bæn­um,“ sagði Snorri meðal annars í viðtalinu. 

Í bókabúðum landsins má finna margar skemmtilegar bækur sem geta bætt, kætt og frætt. 

Fáðu börnin til að lesa sjálf bækurnar um Bekkinn minn.
Fáðu börnin til að lesa sjálf bækurnar um Bekkinn minn.
Allir krakkar þurfa að lesa um uppátæki Jóns Odds og …
Allir krakkar þurfa að lesa um uppátæki Jóns Odds og Jóns Bjarna.
Rithöfundurinn Þórarinn Leifsson er alltaf skemmtilegur.
Rithöfundurinn Þórarinn Leifsson er alltaf skemmtilegur.
Litabók fyrir alla fjölskylduna eftir íslensku myndlistarkonuna Sísí Ingólfsdóttur.
Litabók fyrir alla fjölskylduna eftir íslensku myndlistarkonuna Sísí Ingólfsdóttur.
Elísabet II. drottning í bókaflokknum Stórir draumar.
Elísabet II. drottning í bókaflokknum Stórir draumar.
Lærðu að elda með hjálp Önnu og Elsu.
Lærðu að elda með hjálp Önnu og Elsu.
Stelpur stranglega bannaðar er táningabók eftir hina 17 ára Emblu …
Stelpur stranglega bannaðar er táningabók eftir hina 17 ára Emblu Bachmann.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka