Mikilvægi þess að kenna börnum að vera góðir neytendur

Unsplash

Börn verða fyrir ótrúlegu magni af auglýsingum, falsfréttum og rangfærslum á degi hverjum. Jafnvel mjög ung börn verða fyrir mismunandi miðlum í gegnum sjónvarpsþætti, myndbönd og auglýsingar sem þau sjá í spjaldtölvum eða snjallsímum.

Þótt það sé vissulega mikilvægt að takmarka neyslu á fjölmiðlum, sérstaklega hjá börnum yngri en 2 ára, er ekki síður mikilvægt að kenna börnum fjölmiðlalæsi.

Kostir þess að kenna miðlalæsi

Þegar börn byrja að vega og meta það sem þau lesa og skoða, læra þau að staldra við og hugsa um skilaboðin sem þau eru að neyta. Þau læra líka að ákvarða hvort upplýsingar séu skynsamlegar eða hvort þær krefjist aðeins meiri rannsóknar. Að lokum læra þau gagnrýna hugsun í stað þess að taka upplýsingunum sem gefnu.

  • Þekkja áreiðanlegar heimildir: Í samfélaginu sem við búum í er mikilvægt að vita hvert á að leita til að fá áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Það að kenna börnum að vera gagnrýnir neytendur gerir þeim kleift að viðurkenna að sumar upplýsingaveitur eru minna áreiðanlegar en aðrar.
  • Þekkja mismunandi sjónarhorn: Hluti af fjölmiðlalæsi felst í því að viðurkenna að allir hafa mismunandi sjónarhorn. Að geta greint sjónarhorn þess sem útbýr upplýsingarnar hjálpar börnum að átta sig á því að öll erum við mismunandi og það er í góðu lagi. Jafnvel þótt við séum ekki sammála ákveðnu sjónarhorni þá er samt hægt að viðurkenna það og bera virðingu fyrir því.
  • Vera góður neytandi: Með því að vera gagnrýninn neytandi fjölmiðla, kennir það einnig börnum hvernig á að ákvarða hvaða hlutir eru trúverðugir og áreiðanlegir og hvað ekki. Það hjálpar þeim einnig að læra að þekkja og meta skilaboðin.
  • Taka upplýstar ákvarðanir: Þegar börn læra að vera gagnrýnir fjölmiðlaneytendur, læra þau hvernig á að rannsaka tiltekið efni og mynda sér skoðanir á því efni. Þau geta svo notað þessar upplýsingar til að taka ákvarðanir, leysa vandamál og þróa sínar eigin skoðanir. Þau eru líka líklegri til að vita hvers vegna þau trúa því sem þau trúa.

Verywell Family  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert