Áhöfnin komst frá borði áður en Lómur sökk

Togarinn Lómur sökk undan ströndum Grænlands aðfararnótt sunnudags, en öll …
Togarinn Lómur sökk undan ströndum Grænlands aðfararnótt sunnudags, en öll áhöfnin komst frá borði. Togarinn var gerður út frá Hafnarfirði undir lok 20. aldar. mbl.is/Hafþór

Grænlenski rækjutogarinn Lómur sökk aðfararnótt sunnudags skammt frá Sisimiut og slapp áhöfnin með skrekkinn. Grænlandsdeild danska hersins, Arktisk Kommando, hrósar áhöfninni fyrir að bregðast rétt við þegar togarinn lenti í vandræðum.

Um tíu mínútur fyrir miðnætti á laugardagskvöldi tilkynnti áhöfnin í gegnum Aasiaat-útvarpskerfið að togarinn væri að taka á sig sjó suðvestur af Sisimiut og var óskað eftir neyðaraðstoð, að því er fram kemur í umfjöllun Sermitsiaq. Var þá kallað út varðskipið Hvítabjörninn (dk. Hvidbjørnen) ásamt léttbát lögreglunnar Ilik.

Hvidbjørnen.
Hvidbjørnen. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Um klukkutíma eftir neyðarkallið, fimm mínútur fyrir eitt um nótt, berast viðbragðsaðilum skilaboð um að áhöfnin sé að yfirgefa skipið og skömmu seinna að allir tíu í áhöfn séu komnir í björgunarbáta.

Aðeins nokkrar mínútur eftir að áhöfnin yfirgaf togarann mætti Ilik, bátur lögreglunnar, á vettvang og tókst að koma áhöfninni allri í öruggt skjól. Kom Ilik til Sisimiut um hálf þrjú um nótt með áhöfnina um borð og björgunarbátana í togi.

Lómur sökk um klukkan fjögur.

Royal Greenland gerir Lóm út og sagði Merete Lindstrøm, samskiptastjóri félagsins, er Sermitsiaq ræddi við hana að mikill léttir væri að allt hafi gengið vel. „Við reynum að útvega áfallahjálp eins hratt og mögulegt er,“ sagði hún.

Gamall Hafnfirðingur

Lómur var smíðaður af Hjørungavaag Verksted í Noregi árið 1988 fyrir grænlenska útgerð og fékk nafnið Qaqqaliaq. Var hann 41 metrar að lengd, 10 metra breiður og 810 brúttótonn.

Febrúar árið 1997 var togarinn keyptur til Íslands og fékk hann þá nafnið Lómur HF-177 og var gerður út af útgerðarfélagi í Hafnarfirði með sama nafn. Togarinn var seldur til Eistlands 1999 og fékk þá nafnið Baltic Lomur og var gerður út frá Tallinn. Þaðan var hann seldur aftur til Grænlands 2003.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.4.24 442,03 kr/kg
Þorskur, slægður 28.4.24 575,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.4.24 269,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.4.24 185,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.4.24 155,67 kr/kg
Ufsi, slægður 28.4.24 185,80 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 28.4.24 175,45 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 6.882 kg
Þorskur 284 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 7.213 kg
27.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.632 kg
Þorskur 72 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.732 kg
27.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.115 kg
Þorskur 155 kg
Sandkoli 47 kg
Þykkvalúra 20 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 4.341 kg
27.4.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.313 kg
Karfi 492 kg
Þorskur 320 kg
Ýsa 170 kg
Steinbítur 94 kg
Þykkvalúra 14 kg
Grásleppa 9 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 2.419 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.4.24 442,03 kr/kg
Þorskur, slægður 28.4.24 575,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.4.24 269,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.4.24 185,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.4.24 155,67 kr/kg
Ufsi, slægður 28.4.24 185,80 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 28.4.24 175,45 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 6.882 kg
Þorskur 284 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 7.213 kg
27.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.632 kg
Þorskur 72 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.732 kg
27.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.115 kg
Þorskur 155 kg
Sandkoli 47 kg
Þykkvalúra 20 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 4.341 kg
27.4.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.313 kg
Karfi 492 kg
Þorskur 320 kg
Ýsa 170 kg
Steinbítur 94 kg
Þykkvalúra 14 kg
Grásleppa 9 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 2.419 kg

Skoða allar landanir »