ESB veitir útgerðum björgunarpakka í annað sinn

Evrópskar útgerðir fá annan björgunarpakka vegna rekstrarörðuleika sem sagðir eru …
Evrópskar útgerðir fá annan björgunarpakka vegna rekstrarörðuleika sem sagðir eru tengjast afleiðingum stríðsins í Úkraínu. Sjávarútvegur hér á landi sem keppir við hinu evrópsku hafa ekki fengið slíkar fyrirgreiðslur. AFP

Evrópusambandið samþykkti í byrjun júlímánaðar að veita evrópskum fyrirtækjum í fiskeldi og sjávarútvegi fjárhagsstuðning vegna áhrifa stríðsins í Úkraínu. Er þetta annar björgunarpakkinn til sjávarútvegs og fiskeldis innan Evrópusambandsins frá upphafi stríðsátakanna. Kemur annar pakki í kjölfar þess að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði því hinn 17. júní síðastliðinn að á tólfta ráðherrafundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) hefði tekist að skapa einingu um að draga úr ríkisstyrkjum til sjávarútvegs.

Engir slíkir pakkar hafa verið gefnir til sjávarútvegs hér á landi, sem hefur orðið fyrir því að allur kvóti í rússneskri lögsögu hefur fallið niður og olíuverð hefur hækkað töluvert, en íslenskur sjávarútvegur er sá eini meðal OECD-ríkjanna sem skilar meira til ríkissjóðs en hann fær úr honum, samkvæmt gögnum OECD.

Í kynningu björgunarpakkans sem birt er á vef Evrópuþingsins kemur fram að meðal annars sé um að ræða „bætur til þeirra sem hafa þurft að stöðva rekstur og þeirra sem sáu rekstrargrundvelli sínum ógnað“. Með samþykktinni er ekki einungis heimilt að bæta fyrirtækjum í sjávarútvegi og fiskeldi það tjón sem þau hafa orðið fyrir vegna tapaðra tekna, heldur einnig aukakostnað sem hlýst af stríðinu, eins og vegna verðhækkana á orku, hráefni og fóðri. Aðstoðin á að virka afturvirkt frá og með 24. febrúar 2022 þegar innrás Rússa í Úkraínu hófst.

Minnkandi arðsemi í ESB

Árið 2019 voru 129.540 starfandi um borð í 73.983 fiskiskipum Evrópusambandsríkjanna. Alls störfuðu um 75 þúsund í fiskeldi og voru 3.500 fiskvinnslur í rekstri.

„Hluti af flota ESB hefur hætt rekstri vegna minnkandi arðsemi og hækkandi verðs á skipaeldsneyti og fiskfóðurs vegna hernaðarátakanna. Raskanir í aðfangakeðjum og mörkuðum hafa leitt til skorts [á hráefni] sem einnig hefur áhrif á eldi sjávarafurða og vinnslu þeirra,“ segir í kynningunni.

Ekki er víst að vandræðin í Evrópu megi að öllu leyti rekja til átakanna í Úkraínu, þar sem röskun á aðfangakeðjum í kjölfar heimsfaraldurs virðist enn hafa áhrif víða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.5.24 405,50 kr/kg
Þorskur, slægður 2.5.24 375,10 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.5.24 188,92 kr/kg
Ýsa, slægð 2.5.24 106,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.5.24 118,57 kr/kg
Ufsi, slægður 2.5.24 151,55 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 2.5.24 133,25 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 6,94 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.5.24 Kristín AK 30 Handfæri
Ufsi 13 kg
Samtals 13 kg
2.5.24 Falkvard ÍS 62 Handfæri
Ufsi 190 kg
Samtals 190 kg
2.5.24 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Ufsi 229 kg
Samtals 229 kg
2.5.24 Glófaxi VE 300 Handfæri
Ufsi 86 kg
Samtals 86 kg
2.5.24 Gestur SH 187 Handfæri
Ufsi 28 kg
Samtals 28 kg
2.5.24 Geiri HU 69 Handfæri
Ufsi 17 kg
Samtals 17 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.5.24 405,50 kr/kg
Þorskur, slægður 2.5.24 375,10 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.5.24 188,92 kr/kg
Ýsa, slægð 2.5.24 106,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.5.24 118,57 kr/kg
Ufsi, slægður 2.5.24 151,55 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 2.5.24 133,25 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 6,94 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.5.24 Kristín AK 30 Handfæri
Ufsi 13 kg
Samtals 13 kg
2.5.24 Falkvard ÍS 62 Handfæri
Ufsi 190 kg
Samtals 190 kg
2.5.24 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Ufsi 229 kg
Samtals 229 kg
2.5.24 Glófaxi VE 300 Handfæri
Ufsi 86 kg
Samtals 86 kg
2.5.24 Gestur SH 187 Handfæri
Ufsi 28 kg
Samtals 28 kg
2.5.24 Geiri HU 69 Handfæri
Ufsi 17 kg
Samtals 17 kg

Skoða allar landanir »