Camelot á sér níu líf

Aðdragandi þessarar helgar er athyglisverður, þegar horft er til frétta. Sumar eru gamlar, en eru engu að síður fréttir enn og ein einmitt fyrir það hve hún endist og nær þó að snerta við mannskapnum í heimaríkinu, sem gerir mest úr henni, nú sextíu árum síðar. Og fyrir drjúgum hluta heimsins er gamla fréttin ný. Þeir fara sér hægar en heimamenn, svo sem von er. Það má jafnvel orða það svo, að John F. Kennedy hafi með vissum hætti verið „myrtur aftur“.

Sprelllifandi morð

Atburðarásin er í tímaröð og stundum eins og hafi gerst í gær. Og það vantaði ekki, að ótrúlega margir höfðu mótaðar skoðanir á því, hver eða hverjir myrtu forsetann eða hver var hafður fyrir rangri sök um morðið. Og þeir voru til sem töldu að ásakanirnar hefðu verið fráleitar. Þó eru flestir þeirra, sem létu mest til sín taka fyrir 60 árum, og tóku þá virkan þátt í umræðunni, horfnir af heimi, enda væri meintur, en ódæmdur morðinginn, kominn vel á níræðisaldur. Sá,...