Þetta verður ekki létt hjá Milei

Í kosningabaráttunni átti Milei það til að munda táknræna keðjusög. …
Í kosningabaráttunni átti Milei það til að munda táknræna keðjusög. Í Argentínu er báknið nefnilega orðið svo útþanið og regluverkið orðið að slíkum frumskógi að það dugar ekki að beita á það skurðhníf eða sveðju. AFP/Marcos Gomez

Mér vöknaði örlítið um augun þegar ég sá fréttirnar á mánudagsmorguninn: „Milei presidente!“

Lokaumferð forsetakosninganna í Argentínu fór fram um helgina og tókst úfinhærða frjálshyggjumanninum Javier Milei að valta yfir perónistann Sergio Massa með næstum 56% atkvæða. Frá því að herforingjastjórnin steig til hliðar árið 1983 hefur enginn frambjóðandi unnið forsetakosningar í Argentínu með svona mikið fylgi á bak við sig.

Milei tekur formlega við embætti 10. desember og undirbýr hann núna allsherjartiltekt í stjórnkerfi og hagstjórn landsins.

Lengst af höfðu fréttaskýrendur enga trú á að Milei yrði nokkurn tíma forseti. Flestir töldu að hann ætti fylgi sitt fyrst og fremst að þakka gremju kjósenda, sem völdu Milei á kjörseðlum og í skoðanakönnunum til þess eins að lýsa óánægju sinni með tvær stærstu valdablokkir landsins: Perónistana annars vegar og íhaldsmennina hins vegar – en að þegar á hólminn væri komið myndu Argentínubúar kjósa flokk...