Hver króna verði að fjórum í hagkerfinu

Dalvík var breytt í bæ í Alaska við tökur á …
Dalvík var breytt í bæ í Alaska við tökur á True Detective síðasta vetur. Mörg afleidd störf verða til við slíkar tökur, að mati framleiðenda. Ljósmynd/Valgeir Ómar Jónsson

Alls hafa 1,9 milljarðar króna verið greiddir út vegna endurgreiðslukerfis kvikmynda það sem af er ári. Stærstur hluti er vegna innlendra verkefna, 45 talsins á móti 11 erlendum verkefnum. Velta framleiðslu hérlendis vegna allra verkefnanna 57 nam 7,7 milljörðum króna og erlend fjármögnun þremur milljörðum, að því er fram kemur á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Árið 2022 var metár þegar endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna námu tæpum 3,4 milljörðum króna. Búast má við að það met verði brátt slegið því fram undan er endurgreiðsla vegna framleiðslu á fjórðu seríu sjónvarpsþáttanna True Detective. Komið hefur fram að framleiðslukostnaður hér á landi nemur að minnsta kosti tíu milljörðum króna þannig að endurgreiðslur verða minnst 3,5 milljarðar fyrir það verkefni eitt og sér. Óvíst er þó hvort til endurgreiðslu vegna True Detective kemur í ár eða á næsta ári en áætlað er að þættirnir verði frumsýndir 14. janúar næstkomandi.

Lög um...