Þrálátir bakþankar

Það var sagt frá því á dögunum að því hefði verið lekið að breski forsætisráðherrann, Rishi Sunak, ætlaði sér á næstu vikum að kynna ákörðun sína um að fresta ákvörðunum eða loforðum eða yfirlýstum ákvörðunarefnum sem heyrðu til loftslagsógnana sem hafa hangið eins og leiktjöld hryllingsleiks á sviði síðustu 30 árin og nú síðustu misserin mætti ekki lengur bíða ef ekki ætti illa að fara. (Þeir sem eru ónýtir í að gæta orða sinna myndu segja að enginn tími væri á milli þess sem er og hins sem endaði hjá andskotanum sjálfum.) Þegar lekið var, þá hafði forsætisráðherranum ekki enn tekist að fara yfir sitt mikla leyndarmál nema með þeim fáu ráðherrum sem hann gat af öryggi sýnt mestan trúnað. Lekans menn vildu sjá hvort hótanir sanntrúaðra um heimsendafárið gætu ekki náð að fipa stuðningsmenn forsætisráðherrans í ríkisstjórninni og í þingflokki hans. Og það gekk eftir. En þar með átti forsætisráðherrann ekki annan lífvænlegan veg en að standa við hugmynd sína en verða feigur ella.

...