Lítt reyndir menn misstu stjórn á sér

Kamban var skotinn til bana fyrir framan dóttur sína.
Kamban var skotinn til bana fyrir framan dóttur sína.

Að mínum dómi bar enga nauðsyn til að drepa marga þeirra sem danska andspyrnuhreyfingin drap og Guðmundur Kamban er án efa einn þeirra,“ segir Daninn Ditlev Tamm, sérfræðingur í réttarsögu og prófessor emeritus hjá Kaupmannahafnarháskóla, í samtali við Morgunblaðið.

Rithöfundurinn Guðmundur Kamban var skotinn til bana í Danmörku 5. maí 1945 af dönsku andspyrnuhreyfingunni. Guðmundur Magnússon greindi frá nafni banamannsins í Morgunblaðinu 21. september, en sá hét Egon Alfred Højland.

„Það fór líklega illa í Kamban að menn væru komnir til að taka hann höndum og honum hefur væntanlega mislíkað þær sakir sem á hann voru bornar. Hann gæti hafa misst stjórn á skapi sínu en að hann hafi verið skotinn til bana held ég að megi skrifa á hversu lítt reyndir þessir menn voru sem fóru til hans. Ég held að margir séu sammála um að þessir menn hafi ekki haft næga reynslu til að fara í jafn mikilvæg verkefni og handtöku manna sem þeir...