227 af 3.500 strokulöxum hafa náðst

Norskir kafarar með skutla sína á lofti í Miðfjarðará í …
Norskir kafarar með skutla sína á lofti í Miðfjarðará í síðustu viku til að hremma eldislaxa sem sluppu úr sjókvíum í Patreksfirði nýverið. Morgunblaðið/Eggert Skúlason

Norskir kafarar sem rekköfuðu um helstu laxveiðiár landsins vopnaðir skutulbyssum eru farnir heim. Þeir náðu 31 eldislaxi á þremur og hálfum degi. Í næstu viku kemur nýr hópur kafara til að halda hreinsun ánna áfram.

Fiskistofa fjármagnar komu kafaranna til landsins en samið var við tvö norsk fyrirtæki, Skand Nat og Norse. Kostnaður er áætlaður á annan tug milljóna. Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri silungsveiðisviðs Fiskistofu, segir verkefnið hafa gengið vel en aðstæður til þeirra eru misjafnar milli ársvæða og ekki er hægt að kafa alls staðar eftir laxi. „Það verður ekki farið með kafara í Blöndu.“

Kafararnir minna helst á vígalega sérsveitarmenn og aðfarirnar við veiðarnar eru nokkuð harkalegar. Skand Nat sérhæfir sig m.a. í myndatöku undir vatnsyfirborði og hafa veiðarnar og upptökur af þeim verið sýndar í fjölmiðlum á undanförnum dögum.

Neyðarástand í stangveiðinni

...