Segir Rússa beita hatrinu sem vopni

Selenskí sakaði Rússa um þjóðarmorð í ræðu sinni á allsherjarþingi …
Selenskí sakaði Rússa um þjóðarmorð í ræðu sinni á allsherjarþingi SÞ í New York í gær. AFP/Michael M. Santiago

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, skoraði í gær á ríki heims að standa saman gegn þjóðarmorði Rússa í Úkraínu í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Sagði Selenskí brýnt að innrásin yrði stöðvuð á forsendum Úkraínumanna, og að öll ríki hefðu ávinning af því að fullveldi Úkraínu yrði tryggt.

Selenskí gagnrýndi Rússa harkalega í gær og sakaði þá um þjóðarmorð, þar sem þeir hefðu rænt hundruðum þúsunda úkraínskra barna og flutt til Rússlands. Þar væri þeim börnum kennt að hata föðurland sitt á sama tíma og öll tengsl þeirra við fjölskyldur sínar væru rofin. „Og það er augljóslega þjóðarmorð þegar hatrinu er breytt í vopn gegn einni þjóð.“

Selenskí fordæmdi einnig tilraunir Rússa til þess að setja hafnbann á útflutningsvörur Úkraínu og árásir þeirra á hafnarborgir sínar. Sagði hann að Rússar hefðu reynt að vígvæða matarskort á alheimsmarkaði til að reyna að tryggja sér viðurkenningu á yfirráðum sínum yfir...