Vilja fá TF-LIF á flugminjasafnið

Eftir 25 ára þjónustu við íslensku þjóðina var þyrlan tekin …
Eftir 25 ára þjónustu við íslensku þjóðina var þyrlan tekin úr rekstri í árslok 2019. Margir eiga þyrlunni og áhöfn hennar líf sitt að launa. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Áhugi er á því að hin farsæla björgunarþyrla Íslendinga TF-LIF verði flutt á Flugsafn Íslands á Akureyri og verði þar til sýnis í framtíðinni.

Alls voru það 1.565 manns sem var bjargað eða fluttir í sjúkraflugi með þyrlunni á 25 ára tímabili.

Öldungaráð Landhelgisgæslunnar hefur unnið að því leita leiða til að koma vélinni í safnhæft ástand og flytja hana norður á Akureyri. Á safninu eru nú þegar til sýnis tvær flugvélar sem tengdust Landhelgisgæslunni, þyrlan TF-SIF og Fokker-flugvélin TF-SYN.

TF-LIF kom til landsins 1995 og var í notkun fram til 2020. „Þyrlan á sér mikla sögu og það væri virkilega ánægjulegt ef þessi áform gengju eftir,“ segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

TF-LIF gerði gæfumuninn

Undir þessi orð tekur Benóný Ásgrímsson, fyrrverandi þyrluflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni. Benóný flaug vélinni til Íslands 1995 ásamt Páli...