Myndrænn kanslari, Xi formaður og Jagger eru mikið tríó

Þeir sem hafa haft á tilfinningunni að sá hópur sérfræðinga sem virðist helst hafa hönd í bagga almanaksins sé fremur áhugalaus í garð þeirra sem urðu fimmtugir eða svo fyrir allnokkrum árum og blésu þá í lúðra sem löngu eru þagnaðir, og horfa óneitanlega í pukri til stórafmæla framtíðar, eru ekki sannfærðir um að endilega sé rétt að vekja á slíku athygli. En svo horfðu þeir óvænt framan í æskublómann í þriggja dálka breiðsíðu á mynd af ungviðinu í Rolling Stones, sem kynnti nýja og kraftmikla plötu í fjölmörgum settum frægustu sjónvarpsstöðva menningarheimsins.

Það er með ólíkindum hversu vel þessir snillingar halda sér.

Átt sviðið í áratugi

Stórsöngvarinn einstæði, Mick Jagger, vippaði sér í sæti, var þar allur á iði með tilveruna í takti og bar sig eins og hann væri nýorðinn sautján, léttur og lipur, en væri ekki raunverulega skólabróðir Joe Bidens í skóla lífsins, sem núna hefur í mörg ár ekki vitað hvort hann væri að koma eða fara....