Þar sem ríkið skaffar nær allar íbúðir

Gestir fylgjast með sólsetrinu á frægum svölum Marina Bay Sands …
Gestir fylgjast með sólsetrinu á frægum svölum Marina Bay Sands í miðborg Singapúr. Þar hefur verið farin leið miðstýringar og inngripa á fasteignamarkaði sem hefur reynst tiltölulega vel. AFP

Það verður eitt brýnasta úrlausnarefni þessa áratugar að finna hentuga leið til að leysa úr uppsöfnuðum vanda á húsnæðismarkaði. Víða um heim standa þjóðfélög frammi fyrir ófremdarástandi í húsnæðismálum og er vandinn svo mikill að hann er orðinn meiri háttar efnahagslegur dragbítur.

Í flestum stórborgum Vesturlanda er löngu komið í óefni: framboð íbúðarhúsnæðis er langtum minna en eftirspurnin og verðið hefur rokið upp. Í Bandaríkjunum varð lágvaxtatímabilið í kórónuveirufaraldrinum til þess að hleypa miklu lífi í markaðinn svo að húsnæðisverð snarhækkaði og nú þegar vextir eru á uppleið er þröngt í búi hjá fjölskyldum sem þurftu að skuldsetja sig upp í topp til að eignast þak yfir höfuðið.

Tölurnar tala sínu máli: Nýleg úttekt leiddi í ljós að meðalverð þeirra heimila sem eru á markaðinum vestanhafs er í dag svo hátt að bandarísk fjölskylda með venjulegar tekjur hefði aðeins með góðu móti efni á 23% þeirra eigna sem auglýstar eru til sölu, en fyrir fimm árum var...