Eftir Magnús Rannver Rafnsson: „Afleit staða Landsnets og íslenskra raforkuflutningskerfa er afleiðing af vanvirðingu við gildandi lög. Lögin eru skýr en þeim er ekki fylgt.“
Magnús Rannver Rafnsson
Magnús Rannver Rafnsson

Í raforkulögum má lesa strax í fyrstu grein að markmið þeirra sé að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi. Einnig kemur fram að tillit skuli tekið til umhverfissjónarmiða . Með skýrum hætti er markmið laganna skilgreint; raforkuflutningskerfi skulu vera umhverfisvæn og þjóðhagslega hagkvæm. Ekki bara annað hvort og ekki hvorugt.

Þrátt fyrir þetta ber Landsnet á borð almennings lausnir sem hvorki eru umhverfisvænar né þjóðhagslega hagkvæmar. Að auki – í stað þess að fylgja lögum og reglum – fer fyrirtækið ítrekað til dómstóla í tilraunum til að þröngva úr sér gengnum lausnum upp á almenning.

En svo er meira. Í raforkulögum er vísað í samkeppnislög (sem nálgast má beint með einum músarsmelli), væntanlega til að hnykkja á mikilvægi þeirra. Ekkert finnst þar um undanþágur sem Landsnet virðist álíta sig hafa. Samkeppnislög eru afar afgerandi:

...