Fréttir Föstudagur, 3. maí 2024

Ríkisstjórnin „ófær um aðhald“

Stjórnarandstöðunni líst ekki á blikuna í fjármálum ríkisins • Segir ríkisútgjöld hafa farið fram úr hófi • Útgjöldin hafi ekki verið lækkuð á ný að faraldri loknum Meira

Sandgerði Hermundur Svansson heilsaði ljósmyndara blaðsins kumpánlega í lok róðursins. Mikil ánægja ríkti meðal smábátasjómanna í gær.

Reru á miðin á nýju strandveiðitímabili

Strandveiðitímabilið hófst í gær og smábátasjómenn víða um land tóku til óspilltra málanna enda viðraði víða vel til sjósóknar. Í gær höfðu um 550 bátar fengið leyfi til strandveiða hjá Fiskistofu en á undanförnum árum hafa um 700 bátar verið á strandveiðum Meira

Blöndulón að sumri Vatnsstaða lóna í vetur var langt undir meðalári.

Tveir milljarðar tapast vegna vatnsskorts

Búast má við að tap þjóðarbúsins sé um 8-12 milljarðar Meira

Engir þingmenn sitji í ríkisstjórn

Landskjörstjórn tilkynnti í gær að Viktor Traustason hefði náð að skila inn gildu framboði eftir að hann fékk framlengdan frest til að laga undirskriftir sínar. Kom mikill kippur í rafræna undirskriftasöfnun hans eftir að fresturinn var veittur, og endaði Viktor með 1.982 gildar undirskriftir Meira

Hvammsvirkjun Virkjunin hefur verið til umfjöllunar í rúm tuttugu ár.

Þögn verði sama og samþykki

Komið er fram frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana og skipulagslögum til þess að koma í veg fyrir óhóflegar tafir á framkvæmdum vegna seinagangs í kerfinu. Þar er sú nýlunda helst að umsagnaraðilar verði að… Meira

Hnupl Tjón vegna þjófnaðar í verslunum hleypur á milljörðum.

691 útkall vegna þjófnaðar í fyrra

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer í 700-800 útköll ári vegna þjófnaðar í verslunum ef skoðaðar eru skráningar í kerfi lögreglunnar frá 2018. Á síðasta ári voru tilfellin heldur færri en árin á undan en þá voru 691 skipti þar sem óskað var eftir afskiptum lögreglu vegna þjófnaðar í verslunum Meira

Aðalstræti Bæði brunnurinn og vatnspósturinn hafa látið á sjá síðustu ár.

Vatnspósturinn verið laskaður síðustu 25 ár

Vill endurbætur í Aðalstræti • Armurinn sagaður af Meira

Kíghósti dreifist um landið

17 staðfest tilfelli • Tvö á Norðurlandi • Ekki skimað á Sauðárkróki • Hægt að sýkjast oftar en einu sinni • Áhyggjur af ástandinu • Bólusetning er aðalvörnin Meira

Kynna tillögur við Ægisíðuna

Fasteignafélagið Yrkir kynnir tillögur þriggja arkitektastofa að uppbyggingu á bensínstöðvarlóð l  Framkvæmdastjóri Yrkis hvetur íbúa til að kynna sér hugmyndirnar og koma ábendingum á framfæri Meira

Öngþveiti Margir leggja á göngustígum og grasbökkum við Fram-svæðið.

Bílastæðamálin alveg „út úr kortinu“

„Við erum í þvílíkum vandræðum hérna,“ segir Þorgrímur Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Fram. Athygli hefur vakið að mikið öngþveiti skapast jafnan þegar leikir eru á velli félagsins í Úlfársárdal Meira

Fé Dagur B. Eggertsson var borgarstjóri er ritað var undir samninga.

Olíufélögum boðin óeðlileg kjör

Reykjavíkurborg veitti olíufélögum undanþágur frá gjöldum sem nema milljörðum króna að sögn Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Tillögu um að innri endurskoðun rýndi aðdraganda samninganna var frestað á fundi borgarráðs í gær Meira

Sigfús R. Sigfússon

Sigfús Ragnar Sigfússon, fv. forstjóri Heklu, lést á líknardeild Landakotsspítala 29. apríl síðastliðinn, 79 ára að aldri. Sigfús fæddist 7. október 1944 í Reykjavík og ólst upp í Vesturbænum. Foreldrar hans voru Sigfús Bergmann Bjarnason, stofnandi … Meira

Samkennd Hlýhugur Eyjamanna til Grindvíkinga hefur verið áberandi.

Eyjatónleikar fyrir Grindvíkinga

Styrktartónleikar í Höllinni í Eyjum • Söfnun til styrktar Grindvíkingum Meira

Landnámsmenn Minnisvarði um Egil Skallagrímsson, Sonatorrek.

28 í beinan karllegg til Kveldúlfs

Ættrakning í karllegg til fleiri en fjögurra landnámsmanna stenst ekki Meira

Akureyri Landslagshönnun á nýju svæði við Torfunef er að ljúka en lóðir verða boðnar út á næstu vikum.

Lóðir á nýju svæði við Torfunef boðnar út í vor

„Verður flottasta bryggjusvæði landsins,“ segir hafnarstjóri Meira

Rán Ránið var framið framan við veitingahúsið Catalinu í Kópavogi.

Íslenskur maður grunaður um rán

Íslenskur karlmaður hefur verið handtekinn og úrskurðaður i gæsluvarðhald til 7. maí nk. grunaður um aðild að ráni á tveimur til þremur tugum milljóna úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar við Hamraborg í Kópavogi í mars sl Meira

Seljavegur 1 Fyrsta hæðin er risin. Í baksýn má sjá fjölbýlishúsin við Vesturgötu. Íbúar þeirra sendu inn mótmæli.

Byggt á lítilli lóð í Vesturbænum

Hafin er bygging íbúðarhúss á lóðinni Seljavegur 1, gegnt nýja hótelinu í Héðinshúsinu. Íbúar við Vesturgötu mótmæltu byggingunni þegar áformin voru kynnt en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lóðin Seljavegur 1 er þríhyrningslaga og án efa með allra minnstu lóðum í höfuðborginni Meira

Opnað fyrir umsóknir fyrirtækja

Íslensk viðskiptasendinefnd fer á loftslagsráðstefnu í nóvember • Haldin í Bakú í Aserbaísjan Meira

Eyðilegging Yfir 70% af íbúðum á Gasasvæðinu eru ónýt eða stórskemmd.

Þúsunda milljarða uppbygging

Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna áætlar að uppbygging á Gasavæðinu muni kosta 30-40 milljarða dala, jafnvirði 4.200-5.600 milljarða króna. Abdallah al-Dardari, aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ, sagði í gær að eyðileggingin á svæðinu væri gríðarleg og án fordæma Meira

Mótmæli Lögreglumenn og mótmælendur í Kaliforníuháskóla í borginni Los Angeles í Bandaríkjunum standa andspænis hvorir öðrum í fyrrinótt.

Lög og regla verða að ríkja

Joe Biden Bandaríkjaforseti flutti ávarp í Hvíta húsinu gær um víðtæk mótmæli sem hafa verið gegn stríðinu á Gasasvæðinu í háskólum landsins undanfarið. Sagði hann að Bandaríkin væru ekki valdboðsríki sem þaggaði niður í fólki og bældi niður andóf… Meira

229 slösuðust alvarlega í umferðinni

Heildarfjöldi þeirra einstaklinga sem slösuðust eða létu lífið í umferðinni á seinasta ári var 1.373 í alls 977 slysum. Voru þeir 243 fleiri en á árinu á undan. Átta einstaklingar, sex karlar og tvær konur, létust í jafnmörgum slysum í umferðinni í fyrra, einum færri en á árinu á undan Meira

Velkomið sólskin Kvennakór Reykjavíkur á generalprufunni fyrir tónleikana á morgun kl. 16 í Fella- og Hólakirkju.

Syngja inn sumarið á mörgum tungumálum

„Við erum með margbreytilega dagskrá á vortónleikunum okkar í Fella- og Hólakirkju á morgun,“ segir Ragnheiður Dagsdóttir, formaður Kvennakórs Reykjavíkur. „Við erum alveg nokkrar sem höfum verið í kórnum sleitulaust í 30 ár af því … Meira