Heilsuhegðun ungra Íslendinga

Heilsuhegðun ungra Íslendinga

Í vísindahlaðvarpinu Heilsuhegðun ungra Íslendinga er fjallað um heilsu, líðan og velferð ungs fólks á Íslandi. Umræðuefni þáttanna tengist langtímarannsókn sem vísindafólk við Menntavísindasvið HÍ gerði á stöðu ýmissa þátta í heilbrigði ungs fólk. Markmið hlaðvarpsins er að efla vitund og auka þekkingu á heilbrigðu líferni. Í þessari annarri þáttaröð hlaðvarpsins verður sjónum beint að skjánotkun ungmenna, heimilinu og skólaumhverfi. Viðmælendur í þáttunum eru vísindamenn sem gera grein fyrir stöðu þekkingar á mannamáli, læknar, skólastjórnendur, ungmenni og foreldrar.  Skjánotkun ungmenna og áhrif á heilsu  Hvenær verður skjánotkun að skjáfíkn?  Hver eru einkenni og afleiðingar ofnotkunar?  Er kynjamunur á skjánotkun ungmenna?  Viðmælendur: Óttar Birgisson doktorsnemi og Bertrand Lauth læknir.

Skjánotkun ungmenna og áhrif á heilsuHlustað

05. nóv 2022