Spursmál

Spursmál

Lagðar eru krefj­andi spurn­ing­ar fyr­ir Höllu Hrund í þætt­in­um er tengj­ast valdsviði for­set­ans og knúið á um svör hvers kon­ar for­seti hún hyggst verða nái hún kjöri. Þar verða mál­skots­rétt­ur­inn, stjórn­ar­skrá­in, tungu­málið og margt annað sem kem­ur í hlut­skipti for­set­ans til umræðu.  Vafi hef­ur leikið á tengsl­um Orku­stofn­un­ar við verk­taka sem starfa nú í kosn­ingat­eymi Höllu Hrund­ar. Þykir mörg­um spurn­ing­um ósvarað hvað tengsl­in varðar og hug­mynd­ir uppi um að þau séu af óvenju­leg­um toga sé tekið mið af nán­um tengsl­um henn­ar við Orku­stofn­un þar sem hún hef­ur verið hæ­stráðandi fram til þessa. Yf­ir­ferð á frétt­um vik­unn­ar verður í góðum hönd­um í þætt­in­um. Eva Dögg Davíðsdótt­ir nýr þingmaður Vinstri Grænna mæt­ir í settið ásamt Guðmundi Árna Stef­áns­syni vara­for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar til að ræða það sem bar hæst á góma í vik­unni sem senn er á enda.

#22. - Halla Hrund situr fyrir svörumHlustað

03. maí 2024