Samfélagið

Samfélagið

ÖBÍ, réttindasamtök öryrkja, hrundu á dögunum af stað auglýsingagjörningi þar sem þau virkjuðu áhrifavalda og sköpuðu dularfullan huldulistamann, Blanksy, sem gefið var að sök að hafa spreyað á bæði bíla og auglýsingaskilti. Í gær var hulunni svipt af öllu saman. Við ætlum að ræða hugsunina og aðferðafræðina á bak við þessa herferð og hvernig bæði áhrifavöldum og fjölmiðlum var beitt við Ölmu Ýrr Ingólfsdóttur, formann, ÖBÍ, Einar Ben forsvarsmann auglýsingastofunnar Bien og Guðmund Birki Pálmason, kírópraktor og áhrifavald. Við tölum um saxófóninn. Blásturshljóðfærið fallega sem var fundið upp um miðja 19. öld og er enn í þróun. Óskar Guðjónsson, saxófónleikari, hugsar mikið um þetta hljóðfæri og er á stöðugu ferðalagi í leitinni að besta sándinu, ég leyfi mér að sletta því þetta orð sánd þýðir í senn tónn, hljómur, hljóð og er eiginlega tilfinning. Óskar sest hjá okkur og fræðir okkur um galdurinn sem felst í saxófóninum og einkum munnstykkinu - sem er lykillinn að hinum eina sanna tóni. Tónlist: Beatles, The - I'll follow the sun. ADHD, Clay Camilla

Auglýsingaherferðin Blanksy, Óskar og SaxófónninnHlustað

05. apr 2024