Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn Bjarni Snæbjörnsson. Hann hefur leikið og sungið víða á sviði frá útskrift úr leiklistarnámi, en svo vakti hann sérstaka athygli þegar hann samdi söngleikinn Góðan daginn faggi, sem sýndur var í Þjóðleikhúskjallaranum. Í sýningingunni rifjaði Bjarni upp æskuna og glímu sína við að koma út úr skápnum og horfast í augu við það hver hann var, baráttu við fordóma, ekki síst sína eigin. Sýningin varð gríðarlega vinsæl, var sýnd næstum 150 sinnum, ekki bara í Þjóðleikhúsinu heldur víða um landið. Og nú er nýkomin út bókin Mennska eftir Bjarna og hann hefur hleypt af stokkunum samnefndu hlaðvarpi. Við fórum auðvitað aftur í tímann með honum, eins og við gerum alltaf með föstudagsgestinum, enda er æska hans nátengd því sem hann hefur verið að fjalla um í sínum verkum. Bjarni sagði okkur meðal annars frá dvöl sinni í Ástralíu, námsárunum í leiklistarskólanum og því hvernig hann sættist að lokum við sjálfan sig. Svo kom Sigurlaug Margrét í matarspjallið. Við skoðuðum með henni sænska matreiðslubók sem heitir Salt og sumar og svo tökum við aðeins upp þráðinn frá síðasta matarspjalli, eftir viðbrögð frá hlustendum við því sem þar kom fram. Fiskisúpa, saffran og birkirúnstykki komu við sögu. Tónlist í þættinum í dag: Heim í Búðardal / Lónlí blú bojs (Gunnar Þórðarson, texti Þorsteinn Eggertsson) To Be Free / Emilíana Torrini (E.G. White og Emilíana Torrini) Hello / Adele (Adele Adkins & Greg Kurstin) UMSJÓN GUNNAR HANSSON

Bjarni Snæbjörnsson föstudagsgestur og matarspjall um sumar og saltHlustað

17. maí 2024