Leikfangavélin

Leikfangavélin

Frábær lög sem ekki völdust til að vera smáskífur. Oft blasir það hreinlega við hvaða lög eru líkleg til vinsælda af væntanlegum breiðskífum og valið þar af leiðandi borðleggjandi. En margoft fá stórkostlega góð lög ekki útgáfu á smáskífu eða hið minnsta ekki fyrr en um seint og síðar meir. Í þessum fyrsta þætti af annarri þáttaröð Jónsmessu förum við yfir vel valin dæmi og veltum því fyrir okkur hvers vegna þau lög urðu ekki smáskífa? Við förum um víðan völlinn í þessum þætti sem fyrr, allt frá hugljúfum tónum og upp í argasta þungarokk, og svo auðvitað allt þar á milli. Ekki gleyma að gefa þáttunum stjörnur og/eða skrifa við þá ykkar hugleiðingar eða athugasemdir hvort sem um er að ræða á t.d Spotify eða á Facebook síðu Leikfangavélarinnar. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Jónsmessa #7 - SmáskífurHlustað

05. sep 2023