Leikfangavélin

Leikfangavélin

Jónsmessa númer 11. Það var í Jónsmessu þeirri sjöttu sem kom Jón Agnar með Skóglápið og nú er nokkurs konar framhald af þeim þætti. Við kíkjum saman á tónlistarstefnu sem hlaut heitið Draumapopp, eða „Dream pop“. Stefnan á ættir sínar að rekja til Bretlandseyja eins og svo margar aðrar, og eru þau furðumörg böndin sem hafa framið þessa tegund af tónlist. Við heyrum nokkur vel valin tóndæmi í þættinum, þætti sem varð óvart eiginlega líka framhald af síðasta þætti, þegar við tókum fyrir valdar kvenraddir, það eru nefnilega stelpurnar sem eru nokkuð fyrirferðamiklar í dag líkt og síðast. Njótið vel munið auðvitað eftir stjörnugjöfinni og umsögnum ásamt auðvitað Facebook síðu Leikfangavélarinnar. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Jónsmessa #11 - DraumapoppiðHlustað

22. nóv 2023