Í ljósi krakkasögunnar

Í ljósi krakkasögunnar

Í þessum þætti er sagt frá danska ævintýrahöfundinum Hans Christian Andersen sem fæddist í Óðinsvé á Fjóni árið 1805. Frá því að hann var barn var hann ákveðinn í að verða listamaður og fór sínar eigin leiðir þrátt fyrir ýmislegt mótlæti. Hann ólst upp í fátækt, pabbi hans var skósmiður og mamma hans ólæs þvottakona, að vísu hafa allt frá dögum H. C. Andersen verið orðrómar á kreiki um að hann skósmiðurinn og þvottakonan hafi ekki verið alvöru foreldrar hans heldur hafi hann verið launsonur sjálfs danska konungsins, Krisjáns 8. Sem hljómar nú eins og eitthvað beint upp úr ævintýri! Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir

H. C. AndersenHlustað

09. jún 2022