Í ljósi krakkasögunnar

Í ljósi krakkasögunnar

Þetta eru sögur af krökkum sem eru að breyta heiminum. Í dag. Núna. Þetta eru þau Malala Yousafzai frá Pakistan, stelpan sem lét ekki einu sinni byssukúlu í höfuðið stöðva sig í að sækja sér menntun og hvetja aðrar stelpur til að gera slíkt hið sama, Timoci Naulusala frá Fiji sem upplifir áhrif loftslagsbreytinga á heimkynni sín og berst fyrir aðgerðum sem skipta máli, Greta Thunberg frá Svíþjóð sem einnig berst fyrir umhverfið og þorir segja það sem segja þarf við fullorðna, forseta og annað valdamikið fólk og Bana al-Abed sem skrifar um stríðið í Sýrlandi á Twitter og vekur athygli heimsins á skelfilegum aðstæðum sem börn og fjölskyldur þeirra þurfa að lifa við. Umsjón og lestur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

BaráttukrakkarHlustað

17. mar 2022