Grænkerið

Grænkerið

Í þættinum í dag kom Rósa María í heimsókn og við höldum áfram að ræða um málefni sem hafa verið í umræðunni síðustu vikur. Við ræddum um Kveiks þáttinn um blóðmerahald sem var virkilega vel gerður og fórum einnig yfir Kastljós viðtalið við framkvæmdarstjóra Ísteka.Rósa er á leiðinni í brettaferð til Ítalíu og ætlar að fara á michelin stjörnu veitingastað Í Milano! Staðurinn býður upp á grænmetis og grænkeramat og er með sérstaka græna michelin stjörnu. Við ræðum um hvernig það er að vera vegan á Ítalíu og hvernig undirbúningurinn er fyrir útlönd. Nú fara líka að koma páskar og við veltum fyrir okkur hvort við ættum að skella í uppskrift! Hvað viljið þið fá? Eru öll komin með ógeð á Oumph Wellington? Rósa kom með hugmynd að við myndum jafnvel útbúa VEGAN LAMBALÆRI!Látið okkur endilega vita hverju þið eruð spennt fyrir á hlustendavaktinni og við förum í málið!-Grænkerið er hlaðvarp sem fjallar á mannamáli um hin ýmsu málefni grænkera, dýravelferð og umhverfismál. Finndu hópinn Grænkerið - hlustendavaktin á Facebook en þar finnur þú umræður um bæði þættina og almennt vegan líf. Intro: Promoe - These walls don’t lie

Fréttamolar, Ítalskt ævintýri og vangaveltur um páskamatHlustað

05. mar 2024