Þjónustuskrá

Útfararþjónusta

Útfararstofa Kirkjugarðanna

Vesturhlíð 2

105 Reykjavík

Sími 5511266

utfor@utfor.is http://www.utfor.is

Við bjóðum þjónustu okkar og þekkingu

Við önnumst alla þætti útfarar- og lögfræðiþjónustu af fagmennsku, með virðingu og umhyggju að leiðarljósi.

Í persónulegum samtölum förum við yfir óskir og þarfir ástvina.

Á vegum Útfararstofu Kirkjugarðanna starfar fólk með mikla þekkingu og reynslu við að sjá um útfarir ásamt því að veita lögfræðiþjónustu. Lögð er áhersla á faglega þekkingu starfsfólksins til stuðnings og ráðgjafar við undirbúning og framkvæmd kveðjustundanna. Starfsfólkið er bundið þagnareiði um allt það sem fram fer í starfi þeirra. Útfararstjórar eru bundnir siðareglum útfararstofnana í Evrópu (EFFS).

Það er stefna Útfararstofu Kirkjugarðanna:

• Að veita persónulega og faglega þjónustu við undirbúning og framkvæmd útfarar

• Að allur útfararkostnaður sé þekktur fyrir útför

• Að ganga erinda neytendaverndar

• Að þjóna öllum, óháð trúarbrögðum eða lífsskoðunum

• Að aðstoða vegna fráfalls ástvinar erlendis

Útfararstofa Kirkjugarðanna veitir lögfræðiþjónustu auk útfararþjónustu. Lögfræðiþjónustan er nýjung í starfi stofunnar og er í samræmi við þróun hjá öflugustu útfararstofum á hinum Norðurlöndunum. Lögfræðiþjónustan nýtist við erfðaskrárgerð, hinsta vilja, frágang dánarbúa og sölu eigna. Einnig er veitt aðstoð við lausn flókinna álitamála í tengslum við andlát.

Ellefu starfsmenn starfa á vegum Útfararstofu Kirkjugarðanna. Skrifstofa útfararstofunnar er til húsa að Vesturhlíð 2 í Fossvogi, við hlið Fossvogskirkju.

Starfsfólkið tekur vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi.

www.utfor.is