Sigurður Ágúst Sigurðsson, formaður Félags eldri borgara, segir að Reykjavíkurborg muni skerða ferðafrelsi eldra fólks ef bannað verði að hafa bílakjallara í nýjum fjölbýlishúsum. Tilefnið er að arkitektar og húsbyggjendur hafa í samtölum við…
Byggðarráð Rangárþings eystra hefur lokið við yfirferð umsókna um nýtingu lóða innan þjóðlendumarka í Þórsmörk, Goðalandi og við Emstrur. Engar breytingar verða á þjónustuaðilum á svæðinu. Rangárþing eystra auglýsti úthlutun lóða á svæðinu í maí og rann umsóknarfrestur út 1
Aðsókn í menningarhúsin í Kópavogi jókst verulega í sumar samanborið við síðasta sumar. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að aukninguna megi meðal annars rekja til vel heppnaðra breytinga á menningarsmiðju Kópavogs vorið 2024
Endastöð Strætó við Skúlagötu er komin til að vera – eða til næstu sex ára í hið minnsta, að því er fram kemur í svari Strætó við fyrirspurn íbúa í nágrenni stöðvarinnar. Í svarinu er þeim möguleika jafnframt velt upp að stöðin verði endastöð til frambúðar
Gunnar Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar, segir takmarkað framboð af lóðum undir sérbýli á höfuðborgarsvæðinu eiga þátt í auknum áhuga á sérbýli í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Tilefnið er umfjöllun í Morgunblaðinu sl
Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við deiliskipulagstillögu að tvöföldun Suðurlandsvegar. Telur félagið að akstursleið gesta í Heiðmörk muni lengjast um allt að þrjá kílómetra
Bjarni Gíslason, íbúi í Elliðaárvogi, segir farir sínar ekki sléttar eftir að hafa verið krafinn um greiðslu á svonefndu skipulagsgjaldi þó nokkru eftir að hann festi kaup á nýrri fasteign. Hann segir gjaldið hafa komið sér í opna skjöldu og fátt…
Ljóst er orðið að „tímabundin“ endastöð Strætó við Skúlagötu, sem komið var fyrir í óþökk íbúa og þeir löngum fundið til foráttu vegna hávaða og ónæðis, verður óhreyfð fram á næsta áratug, eða til ársins 2031
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. ágúst vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er um að ræða starfsmann…
Sigurður Ágúst Sigurðsson, formaður Félags eldri borgara, segir að Reykjavíkurborg muni skerða ferðafrelsi eldra fólks ef bannað verður að hafa bílakjallara í nýjum fjölbýlishúsum. Raunar hafi þessi stefna þegar leitt til brottflutnings eldra fólks…
Breiðablik og FH mætast í 44. bikarúrslitaleik kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli klukkan 16 í dag. Saga liðanna í bikarkeppninni er ansi ólík. Breiðablik hefur 22 sinnum leikið til úrslita og orðið bikarmeistari 13 sinnum
Snarpt steypiregn gekk yfir suðvesturhorn landsins síðdegis í gær með tilheyrandi umferðartöfum og vatnsuppsöfnun víða í borginni. Stórir pollar mynduðust víða sökum stíflaðra niðurfalla en engar tilkynningar bárust um slys eða tjón í umferðinni
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á aukasveitarstjórnarfundi í gær að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Þetta staðfestir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti sveitarstjórnar, í samtali við Morgunblaðið
Þeir Allan Sigurðsson og Hannes Þór Arasonar munu fara með leikstjórn áramótaskaupsins í ár. Verður skaupið framleitt undir merkjum Atlavíkur, sem þeir eiga og reka ásamt Hannesi Þór Halldórssyni. Þeir búa yfir mikilli reynslu í sjónvarpsþáttagerð…
Forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar, Gestur Pétursson, segir fund á áður óþekktu jarðhitasvæði í Esjufjöllum í Kerlingarfjöllum mjög jákvæðan og sýna fram á mikilvægi þess að viðhalda öflugum rannsóknum á þróun landsins
Erilsamt var hjá björgunarsveitarmönnum á Holtavörðuheiði í gærkvöldi. Þrjú hjólhýsi og eitt fellihýsi splundruðust eftir að hafa fokið af veginum í hvassviðrinu. Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við mbl.is
Frá og með morgundeginum mun tíðni ákveðinna strætóleiða aukast verulega, bæði á háannatíma og utan hans, og þjónusta í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sömuleiðis. Þjónustutími ákveðinna leiða verður sömuleiðis lengdur fram eftir kvöldi og …
Engin áþreifanleg niðurstaða fékkst á Alaskafundi stórveldaleiðtoganna Donalds Trumps og Vladimírs Pútíns í gærkvöldi þrátt fyrir miklar vonir. Eftir mun styttri fund en spáð hafði verið – spá rússneskra stjórnvalda hljóðaði upp á sex til sjö…
Stór hluti þeirra fiska, sem óttast var að væru eldislaxar í Haukadalsá í Dalasýslu, reyndust vera hnúðlaxar. Þetta segir Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu. Þrír eldislaxar náðust í fyrrinótt í ánni og óttuðust …
Nöfnin Kaleo, Silfurregn, Raggý, Nicolai, Teodor, Hamína, Rökkur, Emhild, Torben og Matheó eru á meðal þeirra nafna sem mannanafnanefnd hefur samþykkt. Voru nöfnin öll samþykkt sem eiginnöfn og verða þau færð í mannanafnaskrá en mannanafnanefnd…
Forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar, Gestur Pétursson, segir fund á áður óþekktu jarðhitasvæði ekki koma á óvart þó að hann sé jákvæður og ekki sé ósennilegt að fleiri jarðhitasvæði finnist á Íslandi í framtíðinni
Samið hefur verið um rekstur almenningsmarkaðar í Kolaportinu til næstu fimm ára en auglýst var eftir varanlegum rekstraraðilum fyrr í ár. Sex tilboð bárust og þótti tilboð Götubita ehf. best en eigendur félagsins eru þeir Róbert Aron Magnússon og Einar Örn Einarsson
Mikilvægt er, að mati Skipulagsstofnunar, að staðið verði þannig að framkvæmdum við fyrirhugaðan fiskveg í jarðgöngum sunnan Hvítár í Borgarfirði við Barnafoss að verndargildi svæðisins rýrni ekki. Þetta kemur fram í áliti stofnunarinnar á matsáætlun fyrirtækisins Rata ehf
Hringferðir og ferðir um Vestfirðina og Strandir eru í uppáhaldi hjá 87 ára leiðsögukonunni Roswithu Keyre Finnbogason, en hún hefur sýnt ferðamönnum landið í 50 ár og tekur enn að sér tilfallandi leiðsagnir fyrir ferðamenn skemmtiferðaskipa
Nýtt eldhús eftir máli nefnist nýtt verk eftir Friðgeir Einarsson sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í vetur. Verkið var leiklesið við góðar viðtökur á leikritahátíðinni Gula dreglinum síðasta vor
Íbúar á Norðurlandi hafa gagnrýnt tveggja ára frestun á lagningu bundins slitlags á Svarfaðardalsveg, en áformað hafði verið að leggja slitlag á veginn á næsta ári. Ljóst er að af því verður ekki fyrr en 2028 í fyrsta lagi
Fundi fulltrúa 184 ríkja um alþjóðlegan samning um plastmengun lauk í Genf í Sviss í gærmorgun án niðurstöðu en ekki tókst að brúa bil milli þeirra ríkja sem vilja að dregið sé úr plastframleiðslu og olíuríkja sem vildu að áherslan yrði lögð á betri meðhöndlun plastúrgangs
Hlutabréf danska lyfjaframleiðandans Novo Nordisk hafa lækkað verulega á síðustu vikum í kjölfar lægri vaxtarspár félagsins og vaxandi samkeppni frá bandaríska lyfjafyrirtækinu Eli Lilly. Frá áramótum hafa bréfin lækkað um tæp 50% og um 65% ef litið er til eins árs