Bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, hafa efasemdir um þau áform Veitna að banna umferð bíla í Heiðmörk. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, segist ekki hafa fengið neina kynningu frá Veitum
Halla Tómasdóttir forseti Íslands mun sækja útför Frans páfa á laugardaginn. Útförin verður gerð frá Péturskirkju í Vatíkaninu en þar er búist við hundruðum þúsunda gesta. Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa staðfest komu sína í útförina, þar á meðal…
Ingvar Eyfjörð framkvæmdastjóri Aðaltorgs undirbýr uppbyggingu nokkur hundruð íbúða úr kínverskum einingum. Þær verða við Aðaltorg, gegnt Keflavíkurflugvelli, en þar er nú þegar Marriott-hótel og ýmis önnur starfsemi og verið að byggja verslunarhús fyrir Nettó
Þór/KA er eina liðið sem hefur ekki tapað stigum eftir tvær fyrstu umferðir Bestu deildar kvenna í fótbolta. Í annarri umferðinni í gærkvöld skildu Þróttur og Breiðablik jöfn í Laugardalnum þar sem Blikar jöfnuðu metin í uppbótartíma
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra syrgir Frans páfa. Hún segist vona að arftaki hans hafi eins breiðan faðm og Frans sem lést annan í páskum eftir 12 ár á páfastóli. Leiðtogar um allan heim hafa minnst hans
Hætta skapaðist á árekstri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs og skemmtiferðaskipsins Seabourn Venture í ágúst í fyrra þegar skemmtiferðaskipið var á leiðinni út úr höfninni í Vestmannaeyjum og Herjólfur að sigla þangað inn
Rangt var farið með eftirnafn móður og móðurafa Magnúsar Finnssonar fv. fréttastjóra í andlátsfrétt í blaðinu í gær. Móðir hans hét Guðrún M. Einarson og faðir hennar Magnús Einarson. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á mistökunum.
Frestur Oscars Anders Florez Bocanegra, 17 ára drengs frá Kólumbíu, til að fara sjálfviljugur úr landi rann út á miðnætti. Engar upplýsingar hafa fengist um hvenær eigi að vísa drengnum úr landi og segir fósturmóðir Oscars að hann sé þjakaður af mikilli vanlíðan vegna óvissunnar sem er uppi
Guðbjörn Emil Guðmundsson fv. hótelstjóri lést á Hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði 11. apríl síðastliðinn, 91 árs að aldri. Emil fæddist á Akranesi 31. júlí 1933 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Guðmundur Veturliði Bjarnason og Guðríður Gunnlaugsdóttir
Undanfarin tvö ár hefur meirihluti hljómsveitarinnar Hvanndalsbræðra skemmt áheyrendum með Ladda undir nafninu Laddi og hljómsveit mannanna. Nú hefur Laddi öðrum hnöppum að hneppa vegna sýningar sinnar í Borgarleikhúsinu og á meðan snúa…
Kosið verður á milli tveggja frambjóðenda til formennsku í Afli starfsgreinafélagi á aðalfundi félagsins sem haldinn verður laugardaginn 26. apríl nk. á Egilsstöðum. Það eru þau Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður félagsins og Sverrir Kristján Einarsson, formaður iðnaðarmannadeildar Afls
Fjölmargir komu saman í Landakotskirkju í Reykjavík í gærkvöldi til að minnast Frans páfa sem lést á mánudagsmorgun, 88 ára að aldri. David Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, og prestar Reykjavíkurbiskupsdæmis fóru fyrir minningarmessunni og bænastund fyrir sálu páfans
Hagræðing í starfsmannahaldi fylgir kaupum Rafmenntar á Kvikmyndaskóla Íslands. Rafmennt fundaði í gær með nemendum og starfsfólki skólans. Að sögn Þórs Pálssonar skólameistara Rafmenntar ríkir þó bjartsýni og jákvæðni meðal kennara og nemenda um framtíð námsins
Töluvert hefur dregið úr hraða landrissins í Svartsengi frá því það hófst á ný við endalok síðasta eldgossinn við Sundhnúkagígaröðina hinn 1. apríl. Er hraði þess nú svipaður og fyrir eldgosið. Jarðvísindamenn gera enn ráð fyrir endurteknum kvikuhlaupum og jafnvel eldgosum við Sundhnúkagígaröðina
Karlakórinn Saqqarsik frá Qaqortoq á Grænlandi fagnar 20 ára starfsafmæli sínu um þessar mundir og kemur fram á árlegri sumarhátíð Söngfjelagsins í Iðnó í kvöld, síðasta vetrardag, kl. 20. Segir í tilkynningu að þar verði sumri fagnað að hætti Söngfjelagsins með söngskemmtun og dansleik
Að undanförnu hefur verið unnið að tillögum að breytingum á gatnamótum, strætóstöðvum og gönguþverun á Háskólasvæðinu í Vatnsmýri. Verkefnið er unnið í samvinnu við Vegagerðina með það að markmiði að bæta umferðaröryggi á svæðinu
Bæjarstjórarnir í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði eru sammála um að of langt sé gengið að banna umferð einkabílsins í Heiðmörk til að tryggja vatnsvernd. Eru þeir sammála um mikilvægi vatnsverndar á svæðinu
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gerði stöðu íslensku viðskiptabankanna að umræðuefni í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans fyrr í þessum mánuði. Hann nefndi að opinber umræða væri á þá leið að íslenskir bankar byggju við of miklar eiginfjárkvaðir og væru því ósamkeppnishæfir
Flugmanni háþekju var brugðið á dögunum þegar hann heyrði mikið högg skömmu eftir flugtak frá Reykjavíkurflugvelli. „Ég var nýfarinn í loftið og var á leið eitt í 1.500 fetum og tók eftir því að við ströndina, kannski þúsund fetum fyrir neðan mig, voru mávar
„Það er hlýrra loft að koma yfir landið og ský verða hátt á lofti og líklega á milli 10 og 12 stiga hiti á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Teitur Arason um veðurspána fyrir sumardaginn fyrsta
Blaðamannafélag Íslands segir niðurstöðu ársreiknings síðasta árs „ásættanlega“ á óvenjulegu rekstrarári. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi út í gær í kjölfar umfjöllunar Morgunblaðsins
Tugir komu saman og mótmæltu fyrir utan dómsmálaráðuneytið í gærmorgun vegna fyrirhugaðrar brottvísunar hins 17 ára gamla kólumbíska drengs Oscars Anders Florez Bocanegra en frestur hans til að fara sjálfviljugur úr landi rann út á miðnætti í gær
Margir byggingargallar komu í ljós í Trilluvogi 1 í Reykjavík þegar dómkvaddur matsmaður, Hjalti Sigmundsson, byggingatæknifræðingur og húsasmíðameistari, yfirfór bygginguna. Segir það sitt að greinargerð hans er 440 blaðsíður að meðtöldum fjölda ljósmynda og byggingarteikninga