Forsíða | Innlent | Erlent | Íþróttir | Tækni | Fólk | 200 mílur | Smartland | Matur | | | Sporðaköst | Bílar | K100 | Ferðalög | Viðskipti | Blað dagsins

[ Fréttir | Greinar ]

Fréttir

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir

Gímaldið verði rifið

Búseti hefur lagt fram 17 síðna kröfugerð þar sem fram kemur krafa um að græna gímaldið svonefnda við Álfabakka í Mjódd verði fjarlægt og jarðrask afmáð. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík afturkalli byggingarleyfi fyrir allt mannvirkið og allar framkvæmdir verði stöðvaðar

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir | Með mynd

Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður

mynd 2025/04/24/124e5e05-248e-4e90-a7d0-23bc12652ffd.jpg

Arngunnur Ýr Gylfadóttir myndlistarkona er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2025. Arngunnur Ýr er sögð hafa skapað sér gæfuríkan feril til áratuga. Verk hennar hafa vakið athygli og hún haldið einka- og samsýningar hér heima, í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir | Með mynd

Gáfu 120 milljóna afmælisgjöf

mynd 2025/04/24/a21aa4ac-0889-4719-b82e-d2e63982e82d.jpg

Kvenfélagið Hringurinn afhenti Barnaspítala Hringsins veglega gjöf í gær, 120 milljónir króna, við hátíðlega athöfn í Hringsal spítalans. Dögg Hauksdóttir, forstöðumaður kvenna- og barnaþjónustu á Barnaspítala Hringsins, tók við gjöfinni en viðstödd athöfnina voru m.a

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir | Með mynd

Verðmæti nýrra Vatnsendalóða hleypur á milljörðum

mynd 2025/04/24/aacf651f-1c9d-4a3f-91c4-878fcf3c30f7.jpg

Kópavogsbæ er skylt að skipuleggja nú þegar um 200 lóðir fyrir íbúðabyggð í landi Vatnsenda og jafnframt að ráðast í gatnagerð vegna þeirra, en enn er óljóst hvernig staðið verður að skipulagi vegna 100 lóða til viðbótar, en þar stendur seinkun á afléttingu vatnsverndar í vegi fyrir verkefninu

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir | Með mynd

Víðavangshlaup ÍR-inga í dag

mynd 2025/04/24/f88d1334-fff9-42a0-9666-0edfaab9c7b7.jpg

Hið árlega Víðavangshlaup ÍR fer fram í 110. skipti í miðborg Reykjavíkur í dag og hefst klukkan 12. Hlaupnir eru fimm kílómetrar, upphaf hlaups og endir eru í Vonarstræti og er m.a. hlaupið í kringum Tjörnina

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir

Röng dagsetning

Í ViðskiptaMogganum í gær urðu þau leiðu mistök að rangt var farið með dagsetningu aðalfundar Landsvirkjunar í frétt á forsíðu. Fundurinn var haldinn 14. apríl en ekki 4. mars og því liðu um sjö vikur frá stjórnarfundi 21

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir | Með mynd

Faxi kominn heim fyrir Sæluviku Skagfirðinga

mynd 2025/04/24/34f2c912-9246-4de8-9f6c-8a952804c8a7.jpg

Sæluvika Skagfirðinga, hin árlega menningarhátíð, verður sett með athöfn í Safnahúsinu á Sauðárkróki næstkomandi sunnudag. Meðal atburða þann dag er afhjúpun á endurnýjaðri styttu af hestinum Faxa, sem stóð við Faxatorg allt frá 1971 til 2023, er sveitarfélagið ákvað að taka hana niður og endurnýja

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir | Með 3 myndum

Sameina krafta sína í að valdefla konur

mynd 2025/04/24/457de242-2903-41b4-91de-5e23d47363a4.jpg

Markmiðið er að hver og ein nái að vera besta útkoman af sjálfri sér og nái þessari útgeislun og ljóma. Báðar eiga þær erfitt ár að baki og vita hversu mikilvægt það er að huga að líkama og sál til að auka orku og útgeislun sína

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir | Með mynd

Dóttirin sögð neita sök í málinu

mynd 2025/04/24/bad760a4-1fe2-410d-bb33-b89c57f1caa2.jpg

Konan sem grunuð er um aðild að andláti föður síns á Arnarnesi fyrr í mánuðinum var úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Ríkisútvarpið greinir frá því að konan hafi neitað sök í málinu en lögreglan hefur ekki viljað staðfesta það

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir | Með mynd

Jónas Ingimundarson kvaddur

mynd 2025/04/24/e9620c82-68f2-4343-b5c0-177c7b7c7db4.jpg

Útför Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær að viðstöddu margmenni og hafði séra Hjálmar Jónsson umsjón með athöfninni. Jónas fæddist 30. maí 1944 á Bergþórshvoli í Vestur-Landeyjum og stóð á áttræðu þegar hann lést 14

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir | Með mynd

Tuttugu í haldi á Suðurnesjum

mynd 2025/04/24/4c3a8136-90a8-41a8-bbea-d34bf7d91c94.jpg

Tvær tán­ings­stúlk­ur sem hand­tekn­ar voru á Kefla­vík­ur­flug­velli í lok síðasta mánaðar fyr­ir stór­felld­an fíkni­efna­flutn­ing sitja enn í gæslu­v­arðhaldi en það renn­ur út 5. maí næst­kom­andi

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir | Með mynd

Nýtt alzheimerlyf fær markaðsleyfi

mynd 2025/04/24/63561481-0432-45d3-b62d-32f14bb78a21.jpg

Gefið hefur verið út markaðsleyfi fyrir alzheimerlyfið Leqembi í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, þar á meðal á Íslandi, en lyfið hægir á hrörnun heilastarfsemi á upphafsstigum sjúkdómsins. Hugsanlegt er að meðhöndlun með lyfinu hefjist hér á landi í vetur eða í byrjun næsta árs

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir | Með mynd

Hafnað að ógilda framkvæmdaleyfi

mynd 2025/04/24/11be5a22-bbc7-4522-a444-9b397e3c4330.jpg

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Landsnet og Sveitarfélagið Voga af kröfu hóps landeigenda um að ógilt verði með dómi framkvæmdaleyfi vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. Málið var upphaflega höfðað af Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands og…

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir | Með 2 myndum

Búseti krefst niðurrifs á gímaldinu

mynd 2025/04/24/2530aa53-3e6a-4d3e-ac79-b40d6d677e61.jpg

Búseti krefst þess að græna gímaldið svonefnda við Álfabakka 2a verði fjarlægt og jarðrask afmáð. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík afturkalli byggingarleyfi fyrir allt mannvirkið og allar framkvæmdir verði stöðvaðar

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir | Með mynd

Eimreiðin boðar komu sumarsins

mynd 2025/04/24/b08a909a-4fcb-4e28-beaf-8c633ad556ce.jpg

Hinn árlegi sumarboði er kominn á sinn stað á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Starfsmenn Faxaflóahafna sóttu eimreiðina Minør í geymslu í vikunni og komu henni fyrir á sínum stað. Það hafa þeir gert árlega nálægt sumardeginum fyrsta

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir | Með 3 myndum

Vignir Vatnar lagði heimsmeistarann Carlsen

mynd 2025/04/24/52d4ee97-a98f-4551-b3e8-de8925946293.jpg

Vignir Vatnar Stefánsson, stórmeistari í skák, gerði sér lítið fyrir í fyrrakvöld og vann ríkjandi heimsmeistara, Magnus Carlson, á sterku netskákmóti, Title Tuesday. Carlsen er fimmfaldur heimsmeistari en þetta var í fyrsta sinn sem Vignir tefldi gegn Norðmanninum sterka

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir | Með mynd

Síðasta loftnetið tekið af þakinu

mynd 2025/04/24/9a652cd8-91d8-46cf-bc4a-c30e6e2e1e59.jpg

Guðlaugur J. Albertsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Tálknafirði, náði mynd af því þegar síðasta sjónvarpsloftnet bæjarins var tekið niður. Eflaust hefur loftnetið staðið á þakinu árum saman án þess að þjóna þar nokkrum tilgangi enda langt síðan önnur og betri tækni leysti það af hólmi

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir

Þurfa að finna mörg þúsund tonna kvóta

Fleiri strandveiðibátar sækjast eftir því að taka þátt í veiðum sumarsins en nokkru sinni fyrr. Um 900 talsins skiluðu umsókn áður en frestur rann út á miðnætti 22. apríl, en ríkisstjórnin hefur heitið því að tryggja öllum bátum 48 veiðidaga í sumar

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir | Með 2 myndum

Heiðmörk áfram útivistarparadís

mynd 2025/04/24/53545c24-17f5-4ead-9ac8-01015ced0ee4.jpg

„Við viljum takmarka bílaumferð um viðkvæmustu svæðin til þess að tryggja hreint neysluvatn sem eru einstök gæði á heimsvísu. Helsta ógnin við þetta hreina vatn er bílar á grannsvæði,“ segir Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna…

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir | Með mynd

Borgin endurnýjar þrjá gervigrasvelli

mynd 2025/04/24/f364db79-8b67-4f03-986c-0fac08c5364c.jpg

Borgarráð hefur samþykkt að heimilað verði innkaupaferli vegna endurnýjunar og lagfæringa á þremur gervigrasvöllum. Kostnaðaráætlun er 300 milljónir króna fyrir vellina þrjá. Um er að ræða aðalvöll (keppnisvöll) á íþróttasvæði ÍR í Mjódd, aðalvöll…

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir | Með mynd

Skýrt ákall um breytingar í borginni

mynd 2025/04/24/a450036a-4421-48ab-b09f-2d609d6bdd9e.jpg

Aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er enn eitt skýrt ákall borgaranna um breytingar í ráðhúsinu, en um leið áfellisdómur yfir hinum nýja meirihluta fimm flokka í Reykjavík. Þetta segir Hildur Björnsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í…

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir | Með mynd

Undirbúningur HM 31 er hafinn

mynd 2025/04/24/19651681-fc70-4353-848b-5cbd3846708e.jpg

Fyrir ári var greint frá því að Ísland yrði á meðal þeirra ríkja sem halda HM karla í handknattleik í janúar árið 2031 ásamt Danmörku og Noregi. Þótt enn séu tæp sex ár þar til keppnin fer fram er undirbúningurinn þegar hafinn að sögn Guðmundar B

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir | Með mynd

Gengur úr Sósíalistaflokknum

mynd 2025/04/24/f4d5c877-d8da-4ab8-a18a-46e3831fa9fa.jpg

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur sagt skilið við Sósíalistaflokkinn. Það gerir hún eftir orðasennu þeirra Maríu Pétursdóttur, fyrrverandi formanns málefnastjórnar flokksins, í Facebook-hópnum Rauða þræðinum

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir | Með mynd

Ríkisútvarpið hættir að senda út sjónvarpsfréttir klukkan 22

mynd 2025/04/24/da6c3890-888f-4d1e-a0a4-19ed42318cf1.jpg

Ríkisútvarpið hættir að sjónvarpa fréttum klukkan 22 á kvöldin frá og með 2. júlí. Þá verða kvöldfréttirnar sýndar klukkan 20 í stað 19 en sú breyting tekur gildi 24. júlí. Frá þessu greinir Rúv. en breytingarnar voru kynntar starfsmönnum fréttastofunnar á fundi í gær

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir | Með 3 myndum

Þrír fulltrúar fara í útför páfans

mynd 2025/04/24/af50551a-1690-464d-be54-7c1ab1fc9462.jpg

Fjöldi þjóðarleiðtoga mun sækja útför Frans páfa sem lagður verður til hinstu hvílu á laugardaginn næsta. Frá Íslandi verða minnst þrír fulltrúar stjórnvalda, þau Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og …

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir | Með 3 myndum

Héldu nyrstu páskahátíð í heimi

mynd 2025/04/24/93251ad2-9a60-4772-af00-878c2f1f5e94.jpg

Á Þórshöfn býr tónlistarkennarinn Tristan Michael Willems og núna fyrir páskana ákvað hann að deila menningu sinni og hefðum með nokkrum vinum sínum og bauð þeim í einstaka hátíð, páskahátíðina Pesach eða passover

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir | Með mynd

Íslenskur kór syngur metalmúsík í fyrsta sinn

mynd 2025/04/24/093ce78c-3f60-4464-a6f7-ecf129598f93.jpg

Senn styttist í tíu ára afmælistónleika Rokkkórs Íslands með Eiríki Haukssyni í Hörpu. Tvennir tónleikar verða á morgun, föstudaginn 25. apríl, og er nær uppselt á þá hvora tveggja. Á efnisskrá verða meðal annars nokkur af vinsælustu lögum Eiríks og auk þess verður kórinn með sér efni

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir | Með mynd

Ungir einleikarar spila með Sinfó í Eldborg í Hörpu annað kvöld

mynd 2025/04/24/9ac9c3ed-717a-41de-98ff-4943e71cab16.jpg

Steinn Völundur Halldórsson básúnuleikari, Katrín Birna Sigurðardóttir sellóleikari og Bjargey Birgis­dóttir fiðluleikari stíga á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands annað kvöld, föstudaginn 25. apríl, kl

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir | Með mynd

Gleðilegt sumar!

mynd 2025/04/24/d4a310ea-005a-40e1-b167-3ba658008e41.jpg

Landsmenn fagna sumardeginum fyrsta í dag, rétt nýbúnir að fagna páskum og borða á sig gat af lambi, súkkulaðieggjum og fleira góðgæti. Eftir slíkar veislur var því kærkomið að koma blóðinu á hreyfingu í vikunni eins og nokkrir gerðu við Garðskagavita þegar farið var að halla af degi

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Innlendar fréttir | Með mynd

Héraðsprestur á Suðurlandi

mynd 2025/04/24/15b6489f-7cd2-4b83-96d4-be5eb31a7e06.jpg

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir héraðspresti í Suðurprófastsdæmi með sérstakri þjónustu við Fellsmúlaprestakall. Séra Gunnbjörg Óladóttir hefur nú verið ráðin í starfið. Hún er fædd í Reykjavík 26

Meira

Greinar

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Fréttaskýringar | Með 3 myndum

Byggingargallar alvarlegt vandamál

mynd 2025/04/24/706024e2-1466-4f01-b2d1-f413022ac6cb.jpg

Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins, segir mikilvægt að sporna gegn göllum í nýbyggingum. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins að undanförnu um mikla galla í nýbyggingu í Vogabyggð í Reykjavík en í kjölfar…

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Fréttaskýringar | Með 3 myndum

Spaðarnir eru 70 metra langir

mynd 2025/04/24/02a9eaea-4628-4972-aa1a-8dd3fd4d2fb6.jpg

Starfsfólk Landsvirkjunar er að undirbúa viðamikla flutninga á vindmyllunum 28 sem munu mynda Vaðölduver, fyrsta vindorkuver landsins. Þetta er mjög stórt verkefni þar sem margir þurfa að koma að, að því er fram kemur á vef fyrirtækisins

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Fréttaskýringar | Með 2 myndum

Gæti þurft 28 þúsund tonna kvóta

mynd 2025/04/24/c22937c3-341c-4fc6-88b6-5ab8aacde21e.jpg

Alls bárust um 900 umsóknir um strandveiðileyfi vegna veiða í sumar en umsóknarfrestur rann út á miðnætti 22. apríl, upplýsir Fiskistofa. Nákvæmur fjöldi liggur ekki fyrir þar sem einhverjar umsóknir bárust með tölvupósti og á eftir að fara yfir þær

Meira

Blað dagsins | fim. 24.4.2025 | Fréttaskýringar | Með 3 myndum

Pattstaðan ekki rofin án stigmögnunar

mynd 2025/04/24/664e46c8-b189-458e-baa1-40f8b311e9e0.jpg

Algjör pattstaða einkennir að mestu stríðið í Úkraínu og hefur gert lengi. Innrásarlið Rússlands hefur ekki þá getu og styrk sem þarf til að leggja Úkraínuher á vígvellinum. Á sama tíma hafa heimamenn ekki fengið þá aðstoð sem þarf frá Vesturlöndum til að brjóta niður sókn Rússa

Meira