Dæmi eru um að ung börn á grunnskólaaldri hafi verið utan skólaúrræðis í allt að tvö ár vegna þess að almennir skólar geta ekki boðið þeim þann stuðning og þjónustu sem þau þurfa og þau fá ekki inni í sérskólum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að nálgast öryggis- og varnarmál af yfirvegun og festu og með greiningu. Ísland muni áfram efla og styrkja samstarf á þessu sviði við nágrannaþjóðir og óformleg samtöl við Danmörku um…
Þrír þingmenn hafa gefið kost á sér til varaformennsku í Miðflokknum á flokksþingi sem fram fer um næstu helgi. Það eru þau Bergþór Ólason, Ingibjörg Davíðsdóttir og Snorri Másson, svo þar getur stefnt í athyglisverða styrkleikamælingu
Tilboð í smíði Fossvogsbrúar voru opnuð í vikunni og bárust tvö tilboð í verkið. Lægra tilboðið kom frá Ístaki og Per Aarsleff AS. Bæði tilboðin voru umtalsvert umfram áætlun. Brúarsmíðin er hluti af fyrsta áfanga borgarlínuverkefnisins
„Það er alveg sama hvar maður leggur, flóinn er fullur af fiski,“ segir Ragnar Þór Georgsson, skipstjóri á Gulltoppi GK 24, og bætir við: „Það eru aldrei minna en 200 kíló á balann.“ Undanfarin ár hefur þeim fjölgað…
Að vera fréttamaður á ófriðartímum í landi þar sem borgarastyrjöld geisar og stjórnvöld vilja aðeins að ákveðinn áróður sé birtur er ekki auðvelt hlutskipti. Að eiga á hættu á hverjum degi að vera handtekin, pyntuð og jafnvel drepin fyrir það eitt…
Um 80 jarðskjálftar mældust við Kleifarvatn frá klukkan sex í gærmorgun og fram til hádegis. Sá stærsti í hrinunni, 3,3 að stærð, varð upp úr klukkan hálfátta í gærmorgun. Jarðþrúður Ósk Jóhannesdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands,…
„Ég held að við munum aldrei vita fyrir víst hver vann forsetakosningarnar árið 2020.“ Þetta segir John Fund, einn af ritstjórum hins virta tímarits bandarískra íhaldsmanna, National Review, en hann er staddur hér á landi og flytur…
Smábátamenn eru áhyggjufullir yfir því að innviðaráðherra hefur enn ekki gefið út reglugerð um línuívilnun og segja í bréfi til Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra að verði línuívilnun aflögð muni það leiða til þess að forsendur útgerðar fjölda báta bresti
Eyjar á Breiðafirði voru taldar óteljandi. Óbyggðanefnd leit girndaraugum á þennan fjársjóð er hún fór af stað í ársbyrjun. Taldi hún ríkið eiga þær allar að undanskildum 26 eyjum vegna þess að þar var búseta í upp úr aldamótum 1900
Stöðfirðingar þurfa áfram að sjóða neysluvatn samkvæmt þeim leiðbeiningum sem Fjarðabyggð hefur sent íbúum. Niðurstöður sýna sem starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Austurlands tóku nú í vikunni benda til að mengun hafi borist í vatnsból þorpsins í miklum rigningum
Sýning á völdum portrettum Sigurjóns Ólafssonar verður opnuð í safni hans á Laugarnesi í dag, laugardaginn 4. október, kl. 15. Ber sýningin yfirskriftina Augliti til auglitis. Portrett Sigurjóns Ólafssonar voru veigamikill hluti af lífsverki hans og …
Byrjað er að rífa byggingar á lóðinni 34-36 við Borgartún. Þær hafa verið í niðurníðslu og sett ljótan blett á umhverfið. Sótt hefur verið um leyfi til að byggja á lóðinni steinsteypt fjölbýlishús á 4-8 hæðum með verslunar- og þjónusturýmum á…
Kynferðisbrotamál gegn barni á leikskólanum Brákarborg er til rannsóknar hjá lögreglu. Lögreglunni barst tilkynning um málið í síðustu viku og hefur lokið skýrslutöku á starfsmanninum sem var sleppt úr haldi að henni lokinni
Flugvélar flugfélagsins Play verða ekki fluttar úr landi fyrr en að félagið hefur gert upp skuldir sínar við lögveðhafa. Ný reglugerð um afskráningu loftfara tryggir það en hún var samþykkt af Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra á fimmtudaginn
Víkingar eiga möguleika á að tryggja sér Íslandsmeistaratitil karla í knattspyrnu annað kvöld þegar þeir taka á móti FH í 25. umferð Bestu deildarinnar. Þeir eru með sjö stiga forskot á Val og Stjörnuna sem eiga bæði veika von um að skáka Víkingi, og mætast í kvöld
Breiðablik tryggði sér í gærkvöld Íslandsmeistaratitil kvenna í knattspyrnu í tuttugasta skipti með því að sigra Víking, 3:2, í spennuleik á Kópavogsvelli þar sem Víkingar náðu tvisvar forystunni. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði markið sem…
Niðurstaða slysatalningar við gatnamótin á mótum Höfðabakka og Bæjarháls sýnir að eitt alvarlegt slys varð þar árið 2016, þegar bifreið á leið suður Höfðabakka var beygt til hægri í veg fyrir annað ökutæki
Verði línuívilnun aflögð mun það leiða til forsendubrests á útgerð fjölda báta. Samþjöppun yrði óhjákvæmileg þar sem þeir stærstu myndu leysa til sín aflaheimildir. Bátar yrðu verkefnalausir sem krókaaflmarksbátar og gerðir út til strandveiða sem yki á þrýsting á það veiðikerfi
„Ég er búin að sýna myndina úti um allan heim, en þessi sýning hér með ykkur er sú sem skiptir mig mestu máli, og ég verð klökk við tilhugsunina,“ sagði Yrsa Roca Fannberg, leikstjóri heimildarmyndarinnar Jörðin undir fótum okkar og…
Dæmi eru um að börn á grunnskólaaldri hafi verið utan skólaúrræðis í tvö ár því ekki er hægt að veita þeim stuðning sem hentar eða koma til móts við þarfir þeirra í almennum skólum og þau fá ekki inni í sérskólum
„Eftir langan feril í stjórnmálum eru umræðuefni í kjördæmaviku mörg mér kunnugleg,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. „Hvarvetna koma fram óskir um samgöngubætur, svo sem uppbyggingu vega á Vatnsnesi, Ströndum og Snæfellsnesi
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, FB, fagnar því í dag að 50 ár eru liðin frá því að skólinn tók til starfa. Afmælishátíð verður í skólanum á milli kl. 14-16. FB er elsti fjölbrautaskóli landsins. Af þessu tilefni er komin út bókin Fjölbraut í 50 ár:…
Það stefnir í að árið 2025 fari í annála sem eitt mesta góðviðrisár síðan mælingar hófust hér á landi. Í nýbirtu tíðarfarsyfirliti Veðurstofunnar kemur fram að í Stykkishólmi hefur meðalhiti janúar til septembermánaða aldrei mælst eins hár, en hann var 6,5 stig
„Auðvitað kom þetta okkur verulega á óvart. Við vorum nýbúin að eiga fundi með forráðamönnum félagsins fyrir mánuði og okkur var ekki sagt annað en að bjart væri fram undan ef viðskiptaáætlanir gengju upp
„Ég trúi því ekki að menn ætli sér að feta þá leið að afnema íbúalýðræði nokkurs staðar. En ef ráðherrann ætlar að slengja minni sveitarfélögum saman við stærri, þá er komin upp sú sérkennilega staða að verið er að þvinga stærri sveitarfélögin …
Breskir og hollenskir embættismenn komu fram af fullum fjandskap við samningamenn Íslands þegar reynt var að leita samninga um Icesave-reikningana skömmu eftir bankahrunið 2008. Þetta segir bandaríski lögmaðurinn Lee C
„Ég sé ekki betur en hér sé farið hart í það skipulag sem notast hefur verið við hér á landi í rúm 20 ár,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur kynnt áform um breytingar á búvörulögum
Mikið stendur til í Húnaþingi vestra í dag þegar hrossastóðið í Víðidalstungurétt verður dregið í sundur. Gangnamenn fóru í gær og smöluðu Lambhaga og Gafl, en svo heita syðstu hlutar Víðidalsfjalls
Sú saga er þekkt að síðasta geirfuglaparið í heiminum var drepið í Eldey í júní árið 1844 fyrir danska kaupmenn. Lengi vel var ekki vitað hvar hamir þessara fugla væru niðurkomnir en árið 2017 var staðfest með erfðafræðirannsóknum að hamur karlfuglsins er á náttúrugripasafni í Brussel í Belgíu
Paula Sonne, sérfræðingur í almannatengslum og áunninni fjölmiðlaumfjöllun (e. earned media) hjá almannatengslafyrirtækinu Eleven\TBWA í Finnlandi, sagði í erindi á markaðsráðstefnunni Krossmiðlun á Grand hóteli á dögunum að fólk hefði aldrei verið mjög hrifið af því að láta selja sér eitthvað