Í byrjun ágúst afgreiddi Skeljungur í fyrsta skipti hreint lífeldsneyti til skemmtiferðaskips. Um tímamótaviðburð er að ræða þar sem erfitt er fyrir skemmtiferðaskip að nálgast hreint lífeldsneyti á heimsvísu
Í gegnum árin hefur mér tekist að safna ágætis hópi af vönduðum vinstrimönnum á vinalistann á Facebook. Þetta er fólk sem geislar af réttsýni, göfgi og gáfum, og er fyrir vikið agalega fyrirsjáanlegt þegar kemur að skoðunum þeirra á málefnum líðandi stundar
” Þótt þetta sé ekki óskastaða, þá hef ég þrátt fyrir það engar áhyggjur af því að það stefni í verulegt óefni.
RB Rúm, eitt elsta húsgagnaframleiðslufyrirtæki landsins, fékk nýja eigendur fyrr á árinu þegar vinirnir Nökkvi Sveinsson, Óskar Sigþórsson og Þorvaldur Ingimundarson gengu frá kaupum á fyrirtækinu. Þremenningarnir hafa það að markmiði að halda í þá …
Fjöldi óseldra nýbygginga á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki verið meiri frá árinu 2018. Samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) voru í byrjun júlí um 1.400 íbúðir til sölu. Þótt eitthvað hafi selst á síðustu vikum stendur eftir verulegur …
Í lok síðasta árs var eigið fé Play neikvætt um 33,1 milljón bandaríkjadala, þar af 24,1 milljón vegna niðurfærslu frestaðra skattaeigna. Án þeirrar færslu nam neikvætt eigið fé níu milljónum dala, sem samsvaraði eiginfjárhlutfalli upp á -9,1%
Í pistlunum hér á síðum ViðskiptaMoggans hef ég ósjaldan kvartað yfir vínframboðinu á Íslandi. Á það t.d. við um viskíinnflytjendur að þeir láta oft nægja að flytja inn aðalvöruna frá framleiðendum sínum frekar en að bjóða upp á alla breiddina,…
” Skal lögmaður ekki aðstoða eða fara með hagsmuni tveggja eða fleiri skjólstæðinga í sama máli ef hagsmunir þeirra rekast á …
” Kröfur til gagnsæis skattyfirvalda hér á landi eru hins vegar mjög léttvægar. Eftir því sem álitaefnin verða flóknari og erfiðara að ráða í opin lagaákvæði hefur útgefnum leiðbeiningum frá skattyfirvöldum fækkað.
Það er mikilvægt í rekstri að vera stöðugt á tánum, segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups en hann er gestur í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna. Rætt var um rekstur Hagkaups, ganginn hjá Veigum, nýrri áfengisnetverslun, löggjöfina í kringum söluna á áfengi og fleira
Sterkur hlutabréfamarkaður í Bandaríkjunum og uppgangur í tæknigeiranum felur versnandi stöðu verkamanna og smærri fyrirtækja, að mati hagfræðinga hjá Moody’s og öðrum greiningaraðilum. Þrátt fyrir sterkan hlutabréfamarkað og kraftmikinn vöxt…
Sunna Ólafsdóttir Wallevik er rað-frumkvöðull, meðstofnandi og framkvæmdastjóri Gerosion, Álvits og Rockpore. Fyrirtækin framleiða umhverfisvænni hráefni fyrir kísilmálmframleiðslu, umhverfisvænt sementslaust AlSiment fyrir byggingariðnað,…
Ragnar Sigurður Kristjánsson hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs leggur sérstaka áherslu á þau tækifæri sem felast í því að byggja upp nýjar útflutningsgreinar á grunni aukinnar orkuöflunar. „Það er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir hann